Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Síða 56

Andvari - 01.01.1952, Síða 56
52 Sveinn Bergsveinsson ANDVARI að ekki er öll varan úr ósviknum efnum, sem á boðstólum er, eða með öðrum orðum, sumt af nýtízkuljóðunum er — vitandi eða óvitandi — hreinn svindill. Að því leyti eru skáldin að leika á okkur, þótt þau leiki reyndar á sjálf sig um leið. En eitt er víst. Við getum ekki komizt til botns í þessu máli nema setja fram eina spurningu. Hvers vegna láta bömin svona? Hvaðan hafa þau hugmyndir sínar og viðhorf til ljóðlistarinnarr1 Svar við þess- ari endurteknu spurningu getur fyrst skýrt gildi þessarar listar, hvort hún boði lífrænt efni eða sé innantómt form, hvort for- sendur hennar séu enn við lýði eða hvort hún svífi í lausu lofti eins og geimsteinn, sem losnað hefur frá upphafi sínu og á aðeins eftir að falla til jarðar til hinztu hvílu. En sem kunnugt er, birtist í öllum alvarlegum skáldskap viðhorf til lífs og listar auk efnis og efnismeðferðar. Ég hefi þegar getið þeirra stefna sem nútízkan er steypt úr. Hitt er eftir að skýra, hvað þær stefnur þýddu og hvernig hin nýja stefna rís á grunni hinna fyrri. Og að síðustu ber að athuga, hvort sá grunnur sé enn þá óhaggaður, því að skáld verða líka að hafa „einhverja jörð til að ganga á“. Menn rekur ef til vill minni til, að eftir stríðið blöstu víða við gapandi sprengjugígar, þar sem áður stóðu reisulegar byggingar. Lífsviðhorfin speglast óvíða betur en í ljóðum skáldanna. Vér verðum að taka þar til, sem fyrri heimsstyrjöld lauk. Tján- ingarstefnan, expressionisminn, sem voru átök hins frjálsa ein- staklings við frjálsan heim, malaðist í þeirri kvörn, enda þótt ort væri um nokkurt skeið í sama anda, þ. e. a. s. þótt tjáningar- skáldin sjálf reyndu að pressa síðustu dropana úr gamalli sítrónu. Einstaklingsverðmætin féllu í verði. Orlög fjöldans, naktar stað- reyndir var það eitt, sem unnt var að túlka, svo að það kæmi við streng í huga fólksins. Harmleikur hversdagslífsins, óhugnan- leiki þess og harðneskja, túlkað með hversdagslegum orðum, svo sem það væru frekast aukaatriði, hitti á hljómgrunn í sálum manna og sætti þá betur við örlög sín. Að lokum fór þjóðirnar þó að rétta við eftir styrjöld og heimskreppu. Við það varð hin hversdagslega hetjusaga fyrst hversdagsleg. Skáldskapurinn varð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.