Andvari - 01.01.1952, Side 57
andvaiu
Nútízka í ljóðagerð
53
að leikni. Andi og þungi alvörunnar þokaði fyrir tækni. Á því
stigi málsins tóku ýmis ung skáld úti á hjara veraldar að leika
tæknina eftir, en úr því gat ekki orðið annað en andvana fæddur
eftirhermuskáldskapur.
En upp úr jarðvegi fyrri heimsstyrjaldar spratt fleira en stað-
reyndaskáldskapurinn. Þá kom T. S. Elios fram með sína há-
spekilegu tómhyggju, sem var kunnáttusamlega byggð upp úr
mótsagnakenndum hugtökum og lærðri klassík. Það sem við telj-
um vera okkar líf er í raun réttri undirbúningur dauðans, sem
hins vegar getur tálcnað upphaf nýs lífs. Tómhyggja og tilgangs-
leysi á alltaf vel við vonsvikna menn. En ég drep á Eliot hér, af
því að hann er nokkurs konar átrúnaðargoð ungu skáldanna núna,
þótt kærleikurinn byggist á röngum og úreltum forsendum. Heim-
urinn nú er ekki the waste land Eliots frá 1922, heldur nýsáinn
urtagarður, sem menn annast um í von og kvíða.
Millistríðstímabilið varð í bókmenntunum bæði hugsjónaleg
og siðferðileg uppgjöf. Mótsagnaorðlist tómhyggjunnar og frétta-
stílstækni hinna harðsoðnu höfunda, sem skópu andstæðurnar
að sýnast og vera, kæruleysið í hættunni, persónurnar sem báru
auglýsingaspjaldið á bakinu: „mér stendur á sama um allt“, bentu
ekki á nein jákvæð verkefni. Tæknin ól af sér eftirhermuskáld-
skap, sem stirðnaði í haglega gerðu formi. Bölsýnin og tilgangs-
leysið átti sér ekki lengur eðlilegar forsendur, en var haldið
uppi með stílbrellum í óeðlilegum og ímynduðum lífsleiða. En
engin kynslóð getur lifað án raunhæfra verkefna. Það var því
mikill hvalreki á fjörur verkefnasnauðra listamanna, þegar kenn-
ingar Freuds fóru að breiðast út og mönnum varð kunnug hin
núlda orka hvatalífsins. Strax var hafið nýtt landnám í undir-
heimum mannssálarinnar. Hér voru raunhæf verkefni, sem
gátu staðið undir sjálfum sér án óeðlilegra bragða. Að vísu var
landnámið ekki stórt að flatarmáli en dýptin virtist nær ómælan-
leg, enda skapaðist þá hugtakið dýptarsálarfræði. Duldastefnan
eða súrrealisminn kom bæði fram í línum og Ijóðum og opnaði
nýja útsýn og nýja möguleika í listarinnar ríki,