Andvari - 01.01.1952, Síða 62
58
Sveinn Bergsveinsson
ANDVARI
markmið í sjálfu sér, þau hafa fjarlægzt hið mannlega vegna
stærðfræðilegra, myndrænna og hljómrænna tilrauna í hugmynda-
túlkun ljóðsins. Táknmyndir og orðaval sé orðið svipað hjá þeirn
flestum og orð Tegnérs séu enn í gildi: óljóst mál speglar óljósa
hugsun. Þessi gagnrýni er í aðalatriðum ekki ólík þeirri, sem
komið hefur fram gegn íslenzku skáldunum. Munurinn er sá,
að sænsku skáldin hafa svarað ótæpt fyrir sig og rökræða eins og
heimspekingar, hvað fyrir þeim vakir. Og ekki vantar ]rað, að
þeir viti eldci hvað þeir eru að fara og hvað þeir ætla sér að túlka,
og svara gagnrýninni eins og „vér einum vitum“ með orðum
Goethes:
Ich schreibe nicht Euch zu gefallen,
Ihr sollt was lernen.
Öllu slappari eru rök íslenzku skáldanna: hið hefðbundna ljóð-
form er loksins dautt (sænskur skáldbróðir skrifaði 1946: „En
sak ár dock klar, för at fálla en sista dom över traditionell lyrik:
förbi ár versböckemas tid“). Sænsku skáldspekingamir segja: orð
Tegnérs, óljóst sagt er óljóst hugsað, eiga ekki við um skáldskap
vorn. Sá heimur sem við lifum í er fullur ósamræmis, lýsing á
honum verður því að vera sundurleit og ósamhljóma, svo að
fullnægt sé kröfunni um fyllsta samræmi milli inntaks ljóðsins
og forms! Hugsunin virðist því vera, að menn eigi að beita ósam-
ræmi í túlkun til að ná samræmdu formi! Þó að þetta komi
nokkuð ankannanlega út, þá er meginhugsunin sú, að táknmynd-
irnar verði að vera altækar og hugmyndatengslin óvenjuleg og
tilviljunarkennd (kenndarraunsæi) til að lýsa heimi, sem er
sjálfum sér sundurþykkur og rambar á heljar þröm. Allur þessi
útreikningur minnir á klassiska ró, en er um leið kominn æði
langt frá einstaklingstjáningu stefna eins og expressjónisma og
rómantík. Leitazt er við að gefa orðunum sem víðtækasta og
margræðasta merkingu, svo að líkingin verði sem altækust, hver
getur þá lagt í táknmálið þá merkingu sem honum sýnist. Það
á ekki að raska gildi ljóðsins. Um leið nálgast Ijóðið hið háspeki-