Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 65

Andvari - 01.01.1952, Page 65
ANDVARI Nútízka í ljóðagerð 61 Mannshöfuð er nokkuð þur.gt, en samt skulum við standa uppréttir og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar. Við létum gamlan dvalarstað að baki — eins og dagblöð í bréfakörfuna — höldum nú áfram og lítum ei framar við. Eða brutum við allt í einu glerbimnana yfir gömlum dögum okkar? til þess lögðum við af stað. Og jafnvel íþó við féllum þá leysti sólin okkur sundur í frumefni og smámsaman yrðum við aftur ein heild. Vel kunnugt andlit rómur fjall það er þín eign barn æsandi og ný. Þá hefur Stefán Hörður Grímsson reynt í ljóðabók sinni Svartálfadans (1951) að ná tungutaki atómskálda, en hann hefur áður ort í hefðbundnum stíl. En þar er svipaða sögu að segja. Viðfangsefnin eru velflest hégómleg. Formið er hirt, en lítið örlar á þeirri lífsskoðun, sem fann sér þetta form í alvar- legri leit að nýjum verðmætum, listrænum og lífrænum. Sá sem kemst næst þessari upphaflegu Ijóðagerð, eins og hún kemur fram í stríðsbyrjun, er Elías Mar í Ljóð á trylltri öld (1951). Hann reynir að drekka í sig tíðarandann og endurspegla hann aftur á táknrænan hátt: Eldviðarfræið féll í þína sá'l. Það brenndi sig til kjarnans. Það varð líf þitt. Við svartan spegil vatns ■— þar hibtumst við og speglum oklkur í 'fletinum. (Ur: Við hrafntinnuskyggnan flöt).

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.