Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 69

Andvari - 01.01.1952, Page 69
ANDVARl Sveinbjörn Egilsson 65 kenndi honum þó, að elskan er ekki ætíð einhlýt í öllum atvikum mannlegs lífs. Jón Árnason þjóðsagnamaður segir, að hinar hörðu þjáningar, er Sveinbjöm tók út í legunni, hafi hann borið með hugarrósemi og trúartrausti, sem einkenndi allt lífs hans. Ráði og rænu hélt hann fram í andlátið. 4. dag legunnar gerði hann hoð eftir yfirdómara Þ. Sveinbjörnsyni, er hann trúði bezt allra nærstaddra vina sinna, og bað hann annast um konu sína eftir sinn dag. Síðasta dag legunnar, um morguninn, bað hann að bera kveðjur vinum sínum, er margir höfðu vitjað hans í legunni. Þannig eru samtímafrásagnir um ævilok Sveinbjamar Egils- sonar. En þó að dagurinn í dag sé minningardagur um andlát Svein- bjarnar Egilssonar, er það þó líf hans og lista- og menningarafrek, sem minnast skal öðm fremur. Sveinbjörn varð ekki gamall maður, rúmleg sextugur, fæddur 6. marz 1791 í Innri-Njarðvík, sonur gilds útvegsbónda þar, Egils ríka Sveinbjarnarsonar, og Guðrúnar Oddsdóttur. Frá því hann var 10 ára var hann um skeið hjá Magnúsi Stephensen, en séra Árni Helgason, síðar stiftsprófastur í Görðum, útskrifaði hann úr heimaskóla 1810. Síðan las hann guðfræði við Hafnar- háskóla, en fékkst jafnframt við íslenzk fræði, fyrst Sturlungu útgáfu Bókmenntafélagsins, síðan forn kvæði. Hann varð adjunkt í Bessastaðaskóla 1819, giftist þremur árum seinna Helgu, dóttur skáldsins Benedikts Jónssonar Gröndals dómara, flutti að Ey- vindarstöðum á Álftanesi 1835 og byggði þar upp. Á Bessastöð- um eignuðust þau hjón 6 börn og 4 á Eyvindarstöðum, og varð Benedikt Gröndal þeirra þekktastur og fyrirferðamestur í sög- unni. Egill sonur hans varð kaupsýslumaður og alþingismaður, Þorsteinn kaupsýslumaður og rithöfundur og Þuríður Kúld, dóttir hans, var þjóðkunn kona. Sveinbjöm varð rektor við Reykjavíkur- skóla 1846, fyrsti rektor hans, en fékk lausn 1850, tveimur árum áður en hann dó. Svo fábreytt vom ytri lífskjör og atvik í friðsamlegri ævi ein- hvers starfsamasta manns aldarinnar, þess sem lifði einhverju

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.