Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 71
ANDVARI
Sveinbjörn Egilsson
67
og þá kennslu annaðist oftast stærðfræðingurinn Björn Gunn-
laugsson. íslenzk fomrit vom fá eða engin lesin, nema helzt í
tómstundum á svefnloftum, en Eddukvæði höfð nokkuð um
hönd og höfðu greinileg áhrif — líklega einkum eftir að útgáfa
Rasks kom — og síðan Snorra-Edda, eftir að Sveinbjörn gaf hana
út. Hins vegar lögðu þeir Sveinbjörn og Hallgrímur Scheving
mikla áherzlu á íslenzka þýðingu hinna fornu, klassisku rita, og
þar lærðu margir mál að vanda.
Friðsamleg fræða- og skólamennska Sveinbjarnar var aldrei
rofin alvarlega á Bessastöðum, og aldrei er getið um erfiðleika
hans í umgengni við nemendur, þó að stundum þætti hann
ómannblendinn út í frá, fyrr en pereatið kom fyrir í Reykjavik
1850. Það er einkennilegt öfugstreymi, að þetta pereatsmál skuli
hafa orðið það atvik úr ævi Sveinbjarnar Egilssonar, sem hvað
mest hefur festst í minni manna. Atvik voru þau, að rektor og
lærisveinar deildu um áfengisneyzlu og bindindi, og vildi rektor
halda drykkjuskap skólapilta í skefjum með því að skylda þá til
þess að vera í bindindisfélagi skólans, og hafði um þetta allhörð
orð, þótt margt orð harðara megi æskulýður nú urn stundir heyra
um sjálfan sig. Skólapiltar svöruðu með því að ganga fylktu liði
heim til rektors og hrópa pereat — niður með hann. Varð síðan
úr þessu málavafstur og brottrekstrar úr skólanum og flokka-
dráttur í bænum, en yfirstjórn skólans erlendis felldi síðan úr-
skurð algerlega með rektor. Fyrsta ár mitt í skóla heyrði ég minn
gamla og æruverða rektor Steingrím Thorsteinsson segja föður
rnínum nákvæmlega frá pereatinu, en Steingrímur var þá í skóla
og þátttakandi. Því miður hafði ég þá ekki sinnu á því að skrifa
þetta hjá mér, en mér virðist sumt í hans frásögn hafa verið
nakvæmara og öðruvísi en það, sem skrifað hefur verið um
þann atburð. Hann var í sjálfu sér skiljanlegt upphlaup ungra
nranna, ómerkilegt skólasprell, og ástæðuh'tið að setja hann alvar-
lega í samband við evrópískar frelsishreyfingar þessara ára, þó
að þeirra gætti á öðrunr sviðum; en inn í málið ófst bæjarrígur
°g ovild fyrirmanna. Sveinbjörn gerði ekki annað en skyldu sína