Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 73

Andvari - 01.01.1952, Page 73
andvari Sveinbjöm Egilsson 69 af almenningi hefur lengi verið traustur burðarás í íslenzkum menntamálum og á eklci að hverfa. Sveinbjörn kynntist bæSi sjósókn og búnaði. Hann varð góður siglingamaður. — í æsku sinni erlendis hafði hann gaman af dansi og lærði að blása á hljóðpípu og hélt þeim sið heima hjá sér lengi ævinnar að leika á flautu fyrir böm sín og heimilisfólk í rökkrinu, og var þá ýmist stiginn dans eða sungið undir. „Var þar þá tíðum að heyra samsöng og dynjandi dansleik", segir Jón Ámason. En annars var þetta vinnuheimili fyrst og fremst, og frúin gat verið ströng og siÖavönd, og húsbóndinn settist við vinnu sína úr því klukkan var 6 að morgni dag hvem. Af hans langa dagsverki lifir nú helzt tvennt í meðvitund manna, Hómersþýðingin og skáldamálsorðabókin — hvort tveggja hrautryðjandi og klassisk verk á sínu sviÖi. Þetta eru listaverk og Wdómsverk fyrir þá útvöldu svo að segja — þá sem hafa smekk fyrir klassisk* mennt og fornan skáldastíl — en þeir hafa verið glettilega margir í mörgum stéttum og starfsgreinum. En þar að auki hefur Sveinbjörn lifað svo að segja ósjálfrátt með öllum almenningi í nokkrum einföldum verkum, sem allir kunna eða kunnu til skamms tíma án þess að gera sér grein fyrir höf- undi eða uppruna. Hver veit ekki, að römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. En fæstir vita, að þessi EddumótuÖu orð eru úr Ovid-þýðingu eftir Sveinbjörn. Allir syngja Heims um ból á jólunum, en fæstir vita, að það er frá Sveinbimi. Land- fleygar eru nokkrar lausavísur hans: Fuglinn segir hí, bí, bí; bí bí segir Stína; kvöldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Eða: Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan glugga;

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.