Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 74
70
Villijálmur Þ. Gíslason
ANDVAltl
þarna siglir einhver inn
ofurlítil dugga.
Eða vísan um Siggu í Landakoti.
Það er ekki eingöngu gaman að þessum vísum, af því að þær
eru í sjálfu sér einföld hagleikssmíð daglegs lífs, heldur einnig
af því, að þær eru lykill að lýðhylli hinna erfiðari verka hins
mikla lærdómsmanns. Hómer varð ekki í hans höndum dauður
bókstafur og beygingadæmi í Bessastaðaskóla — hann var lifandi
saga eins og Njála og För Þórs til Utgarða-Loka. Og þetta urðu
Hómersþýðingarnar einnig, einmitt af því, að hann lagði í þær
hófsamlegt jafnvægi liins lærða stíls og hins alþýðlega tungu-
taks. Þetta gat Sveinbjöm gert, af því að hann hafði á valdi sínu
grísku Hómers, íslenzku Snorra og hið daglega mál samtímans.
Af bréfum hans, minningagreinum og þýðingum mætti rekja,
hvernig stíll hans mótaðist í deiglu íslenzl»a málrannsókna. í
sama bréfi til Rasks (1823) og hann talar um Snorra-Eddu og
Heimskringlu segir hann, að „einu sinni í vetur komu í mig
skáldagrillur, svo ég tók til að yrkja og útlagði Hómers Iliad
undir fornyrðislagi; ég skal sýna yður það, þegar þér komið
hingað og biðja yður að lagfæra það fyrir mig“. Síðan skildi
Sveinbjörn aldrei við Hómer, meðan hann lifði. Hann þýddi
fyrst eftir Clarks útgáfu, af því að honum þótti hún bezt í því
prosaiska, en hafði Voss þýzku þýðingu til hliðsjónar. Sama
sumarið og hann dó sagði hann konu sinni, að nú fyndist sér,
að hann yrði æ leiknari í að snúa Hómer. Þá var hann að fást
við Ijóðaþýðinguna; áður þýddi hann einnig í laust mál, eins og
margir hafa gert og t. d. Goethe mælti með. Þannig verða Hómers-
kviðurnar einhverjar mestu skemmtisagnir heimsbókmenntanna,
lifandi enn í dag, eins og svo inargt í fomgrískri mennt. í ljóða-
þýðingunum er reynt að draga fram fínleika frásagnarinnar og
flug stílsins. Hlutur fornu lauskveðnu háttanna, einkum forn-
yrðislags, er mjög skemmtilega mikill og glæsilegur. Kemu r
þetta víðar fram en í Llómersþýðingum Sveinbjarnar, t. d. i