Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 78

Andvari - 01.01.1952, Side 78
74 George Russell Harrison ANDVARI færðar yrðu sönnur á, að það væri æskilegt. Fáir mundu að vísu lialda því fram, að þekkingarleysi væri æskilegt, en margir benda á, að andleg þróun mannsins hafi orðið á eftir efnislegum fram- förum. Þetta er bersýnilega satt, en sökina á því má alveg jafn réttilega gefa seinlæti andlegrar þróunar eins og hraða efnislegra framfara. í raun réttri stafa erfiðleikarnir náttúrlega af þeirri staðreynd, að andleg þróun sprettur eingöngu af mannlegri reynslu. Náttúran leggur til sjálfvirkar jafnvægis-tilfærur, á þann veg, að ef efnislegar framfarir eru of hraðar, leiða þær til þján- inga, en þær auka hraða andlegrar þróunar. Mest af hinum háværu ásökunum í garð vísindanna sprettur ekki af áhyggjum út af andlegu þróuninni, heldur af því, að það er mönnunum áskapað, að líta á gæðin sem sjálfsögð, en kvarta hástöfum yfir þeim ágöllum, sem eru í för með þeim. Það er ómaksins vert að staldra við og athuga, hve hætt er við, að of mikið sé gert úr þessum ágöllum. Mikið af þeim skelfingum, sem nútíma hernaður vekur í hugum manna, er sprottið af því, að fyrir starfsemi útvarps, dag- blaða og kvikmynda komast hundruð milljóna manna í anda í miklu meiri návist við vígvellina en nokkru sinni fyrr gat átt sér stað. Flernaður nú á dögum bakar því fleiri mönnum þjáningar en áður, en meiri hluti þeirri þjáist aðeins andlega, af áhyggjum og kvíða. Hinar feikilegu umbætur á fréttaflutningi, sem vísindin hafa gert kleifar, eiga sök á því, að fjöldi þeirra atburða, sem valda oss gremju og áhyggjum, fer dagvaxandi. En vísindunum er það einnig að þakka, að þeim þessara atburða, sem aldrei verða oss að meini, fjölgar enn hraðar. Vísindin gera styrjaldir ekki skelfilegri, þau láta þær aðeins sýnast skelfilegri, og það er ákaflega æskilegt. í reyndinni er það ekkert ægilegra að vera drepinn eða limlestur af sprengju úr fhig' vél en það var fyrir tíu þúsund árum að vera drepinn eða lim- lestur af stórgrýti, sem villimaður varpaði á nágranna sinn. En

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.