Andvari - 01.01.1952, Page 80
76
George Russell Harrison
ANDVARI
aðri og hollari fæðu og betri einangrun næmra sjúkdóma en áður
varð því valdandi, að í ófriðnum gátu menn jafnvel verið óhultari
flm líf sitt þar en á friðartímum.
Ekki ber að líta svo á sem þessar hagskýrslur dragi á nokkum
hátt úr ógnum styrjalda, og þær eru að því leyti villandi, að á
þeirn sést ekki, að í ófriði em ungir menn í broddi lífsins valdir
úr til fóma og fólkið í heild ber merki herguðsins árum saman.
En sú fullyrðing, að menningunni verði gjöreytt í nútíma hem-
aði, fer með grunnfærnilegar öfgar. Jafnvel þótt níu tíundu hlut-
um mannkynsins yrði tortímt, mundi það nægja til að endurreisa
menninguna hér á jörð, ef aðeins einn af hverjum tíu þúsundum
þeirra, sem eftir lifðu, væri vísindamaður, er kynni skil á nútíma
vísindum og hagnýtingu þeirra. Ekkert reisir velmegun svo fljótt
við eftir styrjaldir sem notkun vísindalegra aðferða við endur-
reisn iðnaðarins.
Það er ekki auðvelt að tortíma menningunni. Henni eru
áskapaðir hæfileikar til sjálfsyngingar. Mannfélagið á eftir að
leysa aðkallandi vandamál og læra ákveðnar lexíur. Það er hlut-
verk vísindanna að flýta fyrir þessum lærdómi. Að oss finnst nú-
tíma styrjaldir skelfilegri en áður kemur af því, að vér emm að
taka hraðari framförum í þeim lærdómi, og af því, að oss er að
ganga fljótar að vinna bug á þeim tálmunum á framfarabraut
mannkynsins, sem vér verðum að hasla völl, hverju sem fram
vindur.
Það heyrist stundum sagt, að ekki sé unnt að breyta mann-
legu eðli; styrjaldir muni því haldast við til enda veraldar og
verða, ef enginn heimill sé hafður á þróun vísindanna, stöðugt
ægilegri eftir því sem lengra líður og vísindin leggja stöðugt til
stórvirkari og stórvirkari vopn. Það eru samt allmiklar líkur til,
að vísindin muni einmitt binda enda á styrjaldir, hvað sem mann-
legu eðli líður, því að hugsandi rnenn eru yfirleitt á einu máli
um það, að styrjaldir eigi rætur að rekja til skorts á efnahagslegri
vellíðan. Dæmi þess var heimsstyrjöldin síðari, sem yfir var lýst,
að væri milli „efnaðra" og „snauðra", og valdaþyrstir einræðis-