Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 81

Andvari - 01.01.1952, Page 81
andvari Vísindi og styrjaldir 77 herrar mundu vissulega verða í vandræðum með æsinga-eldsneyti í þjóðfélagi, sem hefði nóg að bíta og brenna og væri ánægt með kjör sín. Vér höfum þegar séð, að vísindin bæta stöðugt efnahags-af- komuna, svo að jafnvel á verstu krepputímum kemst almenning- ur miklu betur af fjárhagslega en á mestu veltiárum fyrr á öldum. Oss hættir við að gefa engan gaum þeim 95 hundraðshlutum gasða, sem vísindin láta oss í té, en látum oss vaxa í augum þá 5 hundraðshluta óþæginda, sem viðtaka gæðanna hefur í för með ser. Til þess að fækka þessum hundraðshlutum af óþægindum þarfnast heimurinn ekki minni vísinda, heldur meiri . . . Vísindin eru ekki annað en þekking, og þekking er vald — vald yfir nátt- Uruöflum og umhverfi, vald yfir andstreymi. A þeim tímum, sem stundum hafa verið nefndir „hinir góðu gömlu dagar", var litið á drepsóttir, hallæri og styrjaldir sem °umflýjanlegt böl. Þegar barnaveiki drap helming fjölskyldunnar, var það talið guðs vilji. Nú hafa menn notað þau tæki, sem guð 'eíur gefið þ eim, til að hafa hemil á þeim hallærum, sem stafa ua náttúrlegum orsökum. Vísindin hafa að mestu afmáð svarta öauða, bólusótt, kóleru og margar aðrar drepsóttir, og þær, sem eftir eru, eru á góðurn vegi með að afmást. Vel má það verða, að tuttugasta öldin beri gæfu til að afmá styrjaldir, þessa jafnoka c repsóttanna, er mönnum tekst smám saman, fyrir tilverknað uatturuvísindanna, að afla nægilega mikils af því, sem þeir þarfn- ‘lst ti| varðveizlu heilsu sinnar og öryggis, til uppeldis og upp- ræðslu, þæginda og skemmtunar. Það er mikið talað um „hina góðu, gömlu daga“. En veröldin eldist nreð degi hverjum, en yngist ekki. Tækifærin berja að c vruni hjá hverjum þeim, sem eyru hefur til að heyra, og á það enda hin sterkustu rök, að beztu „gömlu dagarnir" séu fyrir stafni.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.