Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 82

Andvari - 01.01.1952, Side 82
ANDVARI Móðurvernd og föður- handleiðsla. Eftir Símon Jóh. Ágústsson. Eleimilið annast venjulega hið fyrsta uppelcli barnsins eða þar til það fer að ganga í skóla. Til þess tíma, eða til 6—7 ára aldurs, er heimilisuppeldið hið eina reglulega uppeldi, sem börnin fá, en auk þess verða þau fyrir margvíslegum áhrifum, góðum og illum, frá utanheimilismönnum eða „umhverfinu“. Þetta fyrsta uppeldi barnsins er svo mikilvægt, að heimilið má með réttu kalla hornstein allrar menningar. I fjölskyldunni er barnið vanið og siðað. Þar eru því innrættar hinar fyrstu siðgæðis- og trúar- hugmyndir; þar er því kenndur greinarmunur á góðu og illu og settar reglur um hegðun og framferði. Fjölskyldan getur betur en nokkurt annað mannfélag liaft menntandi áhrif, sem taka til persónuleika barnsins, sakir ástar þeirrar, er tengir þessi skyld- menni, og sakir þess, hve uppeldissambandið milli foreldra og barna stendur lengi og órofið. Foreldrarnir hafa betri aðstöðu en nokkur annar uppalandi til að þekkja bamið og haga upp' eldinu eftir eðlisfari hvers eins. Fjölskylduuppeldið hefur þvi djúp og óafmáanleg áhrif á skapgerð og siðferði barnsins: Þær hugsjónir, sem oss voru innrættar í bernsku og vér fundum, ac5 foreldrar vorir og vandamenn virtu mest, leita oftast upp hja oss seinna í lífinu. Vér leggjum með réttu mikið upp úr þvi> að ungur maður eða ung stúlka sé af góðu fólki. Astæðan til þess er ekki einungis sú, að vér vitum, að vitsmunir og eiginleikar ganga í ættir, heldur einnig hin, að vér vitum, við hvers konar menningu persónuleiki mannsins hefur mótazt.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.