Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 87

Andvari - 01.01.1952, Page 87
ANDVARl Móðurvernd og föðurhandleiðsla 83 af alhug sinna barninu, og þar sem hún var vel gerð kona og skildi, livað í húfi var, fór hún að ráðum hans. Það tók hana margra mánaða tvísýna baráttu að koma Pat aftur á réttan kjöl líkamlega og andlega. Þá er mjög mikilvægt, að ungbarnið tengist fyrst einum manni, móður sinni eða þeirri konu, sem gengur því í móður stað. Með því móti myndast bezt með baminu djúpstætt traust til annarra °g öryggiskennd. Eiga hér við hin spaklegu orð Ibsens: Ej nogen Sjæl kan alle favne hvis ikke först han elsked en. Þetta kemur líka fram í fornum uppeldisháttum, þegar böm höfðu sömu fóstmna eða fóstrann. Elliðstæðu þessa má einnig finna meðal dýra: Einn maður verður að venja hund eða temja hest. Tamningin mistekst, ef margir hafa hana á hendi. Það hafa raunar aldrei þótt góðir uppeldishættir, að skipta °ft um uppalendur barna. „Alinn upp á flækingi , með þess- um orðum er þessari tegund óheppilegs uppeldis lýst. Þvi verður að fylgja þeirri meginreglu, ef móðir deyr, veikist eða getur af einhverjum ástæðum ekki gengt móðurhlutverkinu, að kapp- kosta að fá baminu staðgengil hennar, fóstru, sem gengur barn- inu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt í móður stað. Af þessu leiðir, að líkamlega og andlega heilbrigðum börn- um er betra að alast upp á einkaheimili, ef það er sæmilegt, en á uppeldisstofnunum, eins og þær eru nrt almennt reknar. Stafar þetta af því, að á uppeldisstofnunum er börnunum sinnt of lítið, en þó einkum af því, að þau tengjast þar ekki náið og til lang- frama einum ákveðnum manni, heldur sinna rnargar fostrur barninu sitt á hvað. Flest barnaheimili eru alltof stór og tíð mánnaskipti verða á þeim. Allt þetta rýrir mjög uppeldisgildi þeirra. Djúpstætt vantraust og öryggisleysiskennd heltaka barn- ið; það verður kuldastrá og afleiðingarnar koma oft fram fyrr eða síðar í sálarstríði eða ýmsum begðunarvandkvæðum, ófull- nægjandi félagslegri aðlögun og siðferðilegum vanþroska og sljó-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.