Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 92

Andvari - 01.01.1952, Page 92
88 Símon Jóh. Ágústsson ANDVARI ráðstafanir gagnvart baminu eru mjög einkennandi fyrir þær. Slík móðir kemur t. d. barni sínu á vöggustofu, en tekur það svo aftur til sín. Að nokkmm tíma liðnum gefst hún upp á því að lrafa barnið, kemur því fyrir í öðmm stað, en til bráðabirgða, tekur það svo til sín á ný nokkum tíma — og svo koll af kolli. Barnið er því á flækingi, þótt það sé á vegum móður sinnar og eigi að heita í umsjá hennar. Eins og þeir vita, sem starfað bafa að barnavemdarmálum, er erfitt verk að hjálpa og leiðbeina slíkum mæðrum. Verður hér að bafa hóf á tilfinningasemi eða láta hana a. m. k. ekki eina ráða. Menn verða að gera sér þess grein, hvað baminu og móðurinni er raunverulega fyrir beztu. Sumum þessara mæðra má með góðri aðstoð koma á réttan kjöl, en börnum annarra verður að koma í framtíðarfóstur og svipta þær valdi til þess að flækja bömunum fram og aftur. II. Eg bef bingað til rætt um þátt móðurinnar í uppeldinu. Nú mun ég víkja nokkuð að hlutdeild föðurins. Telja má, að vel sé stofnað til hjónabands, þegar maður og kona elska og virða hvort annað og eru reiðubúin að taka sameiginlega öllu, sem að höndum ber. En jafnvel þótt þannig sé til hjónabands stofn- að, getur það seinna farið út um þúfur. í góðu hjónabandi eru maður og kona samhent, þ. e. sammála um öll þau atriði, sem verulegu máli skipta, og þá ekki sízt uppeldi barnanna. Tengslin milli móður og bams eru venjulega miklu eðlislægari og frum- rænni en tengslin milli föður og barns. Þáttur móðurinnar í upp- eldinu hefst fyrr en þáttur föðurins. Ég hef lagt ríka áherzlu á, að barnið þarfnast framar öllu öryggis og ástar. Aðeins með því móti er grundvöllurinn rétt lagður að frekari þroska þess. En til þess að öryggiskennd myndist með barninu, þarf móðirin sjálf að finna sig örugga. Þetta öryggi veitir góður eiginmaður henni í ríkum mæli. Konan þráir mann, sem bún getur treyst. Aðeins með því móti er velferð og hamingja hennar og bamanna borgið. Þetta má líka orða á þá lund, að móðirin sjái beint um öryggi ungbamsins, en faðirinn um öryggi allrar fjölskyldunnar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.