Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 94

Andvari - 01.01.1952, Side 94
90 Símon Jóh. Ágústsson ANDVARI við bam sitt. Ást hans á því er mjög komin undir ást þeirri, sem hann ber til konunnar, er hann getur barnið við. Ef hann elskar liana og virðir, færist ást hans yfir á afkvæmi þeirra, en ef hann hefur lítilsvirðingu á henni, geldur barnið þess oft, því miður. Samband móður og barns einkennist aðallega af einfaldri væntumþykju, sem á rót sína að rekja til þess, að móðirin svalar þörfum barnsins, sefar það og hughreystir. Samband föður og barns einkennist aftur á móti af nær takmarkalausri aðdáun þess á styrkleika hans, valdi og kunnáttu. Hann er í augum þess nær almáttugur og alvitur: „Pabbi getur allt, pabbi veit allt“. Hann er eins konar guð. Því er skiljanlegt, að sumir sálfræðingar og heimspekingar hafa haldið því fram, að guðshugmyndin væri sprottin af hugmyndum harnsins um föður sinn: Þessi fölskva- lausa aðdáun barnsins á föður sínum getur af sér löngunina til að líkjast honum. Margir, sem muna snemma eftir sér (t. d. skozki mannfræðingurinn Sir Arthur Keith),1) minnast glöggt þessarar trúar og föður sinn, og sumir minnast einnig hinnar óþægilegu kenndar, þegar skilningur þeirra vaknaði á því, að faðir þeirra var hvorki almáttugur né alvitur. Barnið sættir sig svo við það smám saman, að faðir þess sé góður, mikill eða vel virtur maður. Ef faðirinn bregzt nú hlutverki sínu, bregzt móðurinni, sem barnið elskar, verða tilfinningar þess gagnvart honum mjög tvíbentar, jafnvel þótt hann sé góður við það. Hið barnslega trúnaðartraust, sem það bar til hans, hefur beðið mikinn hnekki. Faðirinn er ekki framar alfullkominn, sú trú hverfur á sínum tíma fyrir fullt og allt, en hjá slíku barni tekur ekki við önnur trú á föðurinn, sem sé sú, að hann sé góður og vel virtur maður. Það veldur barninu sárri sorg, þegar það kemst að raun um, að faðir þess er ekki eins og hann á að vera og það vildi að hann 1) Sir Arthur Keith: A New Theory of Human Evolution, London 1948, bls. 65—66.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.