Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Síða 96

Andvari - 01.01.1952, Síða 96
92 Símon Jóh. Ágústsson ANDVARI úr tengslum við föður sinn, jafnvel þótt hann hafi ýmsa galla. Gera sumar konur þar rangt og börnunum mikið illt, þar sem þær halda þeim með öllu mögulegu móti frá föður þeirra og ala jafnvel á hatri gegn honum. Þótt barnið alizt eltki upp með föður sínum og hann sé ekki fær um að hafa uppeldi þess á hendi og yfirvöldin telji heppilegra að fela móðurinni forræði þess, þá þýðir þetta ekki það, að faðirinn geti ekkert fyrir barnið gert og að hann eigi að láta það alveg afskiptalaust. Og sama máli gegnir um móður, sem er ekki fær um að hafa böm í sinni umsjá. Uppeldisstofnanir og einkaheimili, sem hafa slík börn í fóstri, eiga að örva foreldrana til að hafa sem nánast samband við þau og heimsækja þau eins oft og þau geta. Það á að tala við þessi börn um foreldra þeirra, segja þeim, að öllum sé eðli- legt að þykja vænt um foreldra sína, barninu á að veitast tæki- færi til að láta í ljós vonbrigði sín og gremju yfir því, að for- eldrar þess eru ekki eins og góðir foreldrar eiga að vera. Ekkert fer verr með barnið en sár tilfinningareynsla, sem það getur ekki talað um við neinn. Smám saman, eftir því sem barnið þroskast, sættir það sig við faðerni sitt og móðerni og getur myndað sér hlutlægari skoðun um foreldra sína. Oft skilur barnið ræktar- leysi eða óhæfi þeirra, ef þessir ókostir eru raktir til misheppn- aðs uppeldis og þjáninga, sem foreldrar þeirra hafa liðið í bemsku. Barnið hefur liðið mikið sjálft og skilur þetta furðu vel. Nú mun einhver spyrja: Fyrst það er svo mikilvægt upp- eldi bamsins, að bæði faðir og móðir annist það sameiginlega, eiga þá hjón, sem djúpur ágreiningur skilur, eru með illindi hvort við annað, eða ef annað þeirra er hinu ótrútt, hefur mikla skap- bresti, er ofdrykkjumaður o. s. frv., — eiga þau að halda hjóna- bandinu áfram þrátt fyrir þetta, aðeins vegna barnanna? Hér er ekki rúm til að ræða þetta mál, en að minni reynslu og margra annarra er hjónaskilnaður oft betri af tvennu illu fyrir börnin en mjög vont heimilislíf. Eljónaskilnaður bindur í mörgum til- vikum endi á óbærilegt ástand á heimilinu. Og þegar til lengdar lætur, líður barnið meira af sífellduin kvíða, spennu og tog-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.