Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 97
andvahi Móðurvernd og föðurhandleiðsla 93
streytu, sem enga lausn £ær, heldur en við hreinan skilnað for-
eldranna.
Niðurstaðan verður sú, að hið eðlilega og æskilegasta upp-
eldisumhverfi fyrir barnið er foreldraheimilið, þar sem bæði faðir
og móðir hjálpast að við uppeldið. 011 röskun á þessum högum
leiðir meiri eða minni þjáningar og óhamingju yfir bamið. Heim-
ilið hefur hér svo mikilvægu hlutverki að gegna, að ekkert getur
að fullu komið í þess stað. Framtíð og gæfa bamsins veltur þó
meir á því, að móðirin ræki vel uppeldisskyldu sina við það, eink-
um fyrstu æviár þess. Til vanrækslu móður á uppeldi bama í
frumbernsku og til aðskilnaðar móður og bama þykjast nútíma
sálfræðingar geta rakið óhamingju, ófullnægjandi geðheilsu og
misferli í ríkara mæli en til alls annars. Einn rannsóknarmaður
kemst að orði á þá leið, að sóttkveikjan sé fundin, þ. e. megin
orsök þessara ágalla. En alveg eins og allir taka ekki berkla eða
taugaveiki, þótt sóttkveikjur þessar berist í líkamann, eru sum
böm með hliðstæðum hætti svo hraust og afburðamikil andlega,
að þau geta þolað mikil uppeldismistök, án þess að þau virðist
bíða verulegt tjón, þótt allur þorri barna láti bugast. Hið hezta
veganesti, sem foreldrar geta gefið börnum sínum í lífinu, er
að ala þau upp við góðan heimilisbrag, þar sem sátt og sam-
lyndi ríkir. Mikill hluti karla og kvenna, sem reynast lélegir
eiginmenn og eiginkonur og vanrækja á einhvern hátt uppeldis-
skyldur sínar við börnin, koma einmitt frá gölluðum heimilum.1)
Konur, sem vinna utan heimilis eiga að mínu viti erfitt um að
gegna fullu starfi fyrstu æviár barnsins. Þær geta ekki unnið
utan heimilis fullt starf án þess að það komi niður á barninu,
nema þá' með sérstakri tillitssemi atvinnurekanda eða miklum
stuðningi og hjálp eiginmanna sinna. Þær konur, sem úti vinna
°g eru í góðum efnum, geta haft ráðskonu til að hugsa um
börnin og heimilið, og ef þær eru heppnar í vali og helzt lengi
t) Sjá um þetta rit L. M. Termans: Psychological Factors in Marital
Happiness. N. Y. 1938.