Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 14

Andvari - 01.01.1943, Side 14
10 fcorsteinn Jónsson ANDVARI Eftir ársdvöl vestra gerðist Einar meðritstjóri Heimskringlu og hóf með því ævistarf, er varð óslitið úr því. Upp frá þvi var hann ritstjóri og rithöfundur til dauðadags. Ekki var hann lengi ritstjóri Heimskringlu, aðeins um það bil eitt ár. En árið 1888 var blaðið Eögberg stofnað, og varð Einar ritstjóri þess þar til 1895, er hann hvarf heim til íslands. Ekki J)ótti Einari mikill menningarbragur i nýlenduborginni Winnipeg, enda mun hún hafa haft aðra kosti frekara á þeim dögum. Þó voru þar nokkrir gáfaðir og vel menntaðir íslend- ingar, og voru fremstir i þeim flokki prestarnir Jón Bjarnason og Friðrik J. Bergmann. Gestur Pálsson kom J)angað frá íslandi árið 1890, en dó ári síðar. Þótt Einar hafi efalaust glaðzt af því að hitta Gest, J)á var sú gleði ekki óblandin; Gestur var rót- laus, óreglusamur og óhamingjusamur, og var J)að Einari sár sorg að sjá svo mikilhæfan gáfumann á óheillabraut. Einar hafði sjálfur verið með í gleðilífi stúdenta á fyrstu Hafnarárum sinum. En nú var hann fyrir löngu orðinn alger bindindis- maður og var J)að upp frá J)ví til æviloka. Baráttan gegn of- nautn áfengra drykkja var einn liðurinn í lifsstarfi hans, alveg eðlilegur liður í J)ví siðferðilega lífsviðhörfi, er hann hafði. Það var hans hjartans mál, að ofnautn áfengis væri óeðlileg og ósamboðin vel siðuðum mönnum, og er erfitt að mótmæia þeirri skoðun með frambærilegum rökum. Stóð Einar framar- lega í félagsskap Góðtemplara lengi, og var einn þeirra manna, er töldu algert aðflutningsbann áfengra drykkja æskilega lausn á ofdrykkjubölinu. Hann fordæindi þó aldrei ógæfumanninn, er hafði orðið ofdrykkjulestinum að bráð. Hann vissi það vel, eins og hann lætur Álfhildi segja i sögunni Sálin vaknar, að menn drekka oft i sig annað miklu skaðlegra eitur en áfengi, eitur úlfúðar, sjálfselsku, miskunnarleysis og grimmdar. Yfir- leitt fordæmdi Einar aldrei J)að, sem venjulega er kallað glæpur eða löstur í löggjöf og almenningsáliti, hann leit á Jiað með- aumkunaraugum ríkrar, hróðurlegrar samúðar. Hann vildi hlúa að því veika, skemmda lífi, sem ormar skilningsleysis höfðu nagað, eða kalið hafði í helkulda lífsins. Það,- sem hann aldrei gat látið óátalið og aldrei þreyttist að mótniæla, var harðúð

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.