Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1943, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.1943, Blaðsíða 22
18 Þorsteinn Jónsson ANDVAP.I nýrri niynd. Og allur fjandskapur gefur illum öflum byr undir báða vængi. Fyrir allan fjandskap, við menn eða hugsjónir, verða einhverjir verri menn, en þeir hefðu annars orðið .... Þegar hækurnar einar eru fyrir framan okkur, þá eru allar götur greiðfærar. En þegar út í lífið kemur, verða göturnar svo margar og vandi að greina þær rétt hverja frá annarri. Og víða er girt fyrir þær, svo að snúa verður við. Og sums staðar kviksyndi á götunni, sem sneiða verður hjá. — Ég veit, að sannleiksbaráttuna verður að heyja. Ég veit, að annars yrði veröldin ekki aðeins að stöðuvatni, heldur líka að forarpolli. ---- Ég veit, að samkvæmt einhverju dularfullu lögmáli til- verunnar verða æfinlega einhverjir menn þeim mun verri sem meira er unnið gott. Ég veit, að hjá því verður ekki komizt. Ég veit, að það rýrir ekki gildi hins góða.“ Það verður ætið mjög sterkt vopn í hendi góðs rithöfundar að láta gáfaðan mann færa fram rölc gegn þeim áhugamálum, er rithöfundurinn sjálfur berst fyrir, og koma svo með gagnrök, er ónýti sóknina. Það er hlutverk rithöfundarins, eins og her- foringjans, að skera úr því, hvenær sigursælla er að vera í vörn en sókn. Tækni Einars H. Kvaran sem blaðamanns og rithöfundar er mjög fólgin í því að nota þessa aðstöðu og að finna veika bletli mótstöðunnar. Stundum virðist hann fara svo langt í varfærni, að nálgast úrdráttarsemi. Þessi úrdráttar- semi gæti verið hættuleg fyrir málstað skáldsins, ef ekki væri jafnsnilldarlega með hana farið og hann gerir. En hann geriv það á þann hátt, að úr verður einatt allra sterkasti þátturinn í málssókninni. Enginn rithöfundur hefur lýst sveitafólki betur en Einar H. Kvaran. Hann þekkir varfærni þess og hlédrægni, jafnvel þótt um brennandi áhugamál sé að ræða. En fólkið þybbast fyrir og skiptir ekki auðveldlega um skoðun né viðhorf, enda þótt það virðist taka vingjarnlegt tillit til alls konar nýjunga utan úr heimi. Innan sveitar er nokkuð öðru máli að gegna. Þar eru skoðanir óspart látnar í ljós, og ekki alltaf vægilega né heflað. Einar kýs helzt að lýsa gáfuðu, hugsandi fólki. Það er tiltölu- lega mjög lítið af heimskingjum, sem hann leiðir fram á sjónar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.