Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 16

Andvari - 01.01.1943, Side 16
12 Þorstcinn Jónsson ANDVAHI viðbjóður. Þetta gerði hann sterkari og óviðráðanlegri sem lilaðamann og göfugri og miklu meiri sem skáld. Bæði Matthíasi og Einari var stundum brugðið um nokkur óheilindi. Fæstir menn hafa alltaf ráð á því að segja fulla meiningu sína, enda ekki alltaf rétt né heppilegt að gera það. En um „óheilindin" má sannast segja, að sagan um þau hafi verið sprottin af því, að þessir öndvegismenn frjálsrar hugsunar, skáldskapar, bók- mennta og manndáðar hafi haft svo miklu betri mátt og vilja á að skilja fortíð og samtíð en flestir aðrir, að sjónarsvið þeirra hafi verið stærra og að þeir hafi litið á fleiri hliðar málanna en almenningur, svo að allflestir hafi ekki íullkom- lega skilið þá, eða þá ekki viljað viðurkenna yfirburði þeirra, fyrr en ekki varð hjá því komizt. Öfundarlausir liafa þeir ekki komizt gegnum lífið. III. Fáir eða engir íslendingar munu hafa ritað meira en Einar H. Kvaran. Allt frá unglingsárum og fram til hárrar elli var hann sistarfandi að ritstörfum. Að þekkingu og mannkostum fór hann stöðugt vaxandi, hann las og lærði alla ævi, bæði af öðrum mönnum og þó einkum í skóla lífsins, sem hann kunni inanna bezt að nota. Allan siðari hluta ævinnar var hann ger- samlega hafinn yl'ir þau miklu óþægindi, sem efi og úrræða- leysi valda mönnum svo oft, — lífsskoðun hans var algerlega inótuð í stórum dráttum. En opinn stóð hann ætið fyrir ölliím þeim nýungum, sem honum þóttu þess verðar, að þeim væri gaumur gefinn. Eftir. 10 ára dvöl í Vesturheimi bauðst Einari ritstjórastaða við blaðið ísafold. Björn Jónsson, síðar ráðherra, var þá eigandi og ritstjóri blaðsins. Einar fluttist þá heim og var ritstjóri Isa- foldar, ásamt Birni Jónssyni, til ársins 1900, er hann fluttist til Akureyrar og tók við ritstjórn Norðurlands. A þessum árum dvaldist Einar sér til heilsubótar og hressingar um hér um bil misseris skeið á eynni Korsiku í Miðjarðarhafi. Þar ritaði hann söguna Litli-Hvammur, allrómantiska sögu og ágætlega gerða.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.