Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 17

Andvari - 01.01.1943, Page 17
axdvahi Einar Hjörleifsson Kvaran 13 Hann fer oft heldur óvirðulegum orðum um rómantíska stefnu 1 skáldskap, enda er það dagsatt, að of mikið má af öllu gera. Hn skáldskapur sneyddur rómantík verður jafnan þurr og ill- girnislegur, og fæst góð skáld komast af með það til lengdar. -^ð vísu er fleira í Litla-Hvammi en rómantík. Þar er bæði a(3eila og kenning eins og jafnan í skáldsögum Einars Kvaran. Það er enginn vandi að þekkja þær greinar, sem Einar á í Isafold frá þessum árum. Hann ritar miklu meira í blaðið en hjörn. Einar er afarslyngur blaðamaður, rökfastur og afburða- Jaginn að koma málstað sínum fyrir á þann hátt, að lesand- inn verði honum sammála. Það voru einatt úrræði andstöðu- 'nanna hans að hvetja fólk til þess að lesa ekki það, sem hann haiði skrifað um stjórnmál. Sögðu þeir, að það væri ekkert að Jnarka það, sem hann legði til málanna! Þetta var ágætt ráð, l)ar sem það tókst. Sjaldan eða aldrei var hann verulega stór- orður (eins og t. d. Björn Jónsson), og stjórnmálaskoðun 'arð aldrei að trúarbrögðum (religión) hjá honum. Hann hefur aldrei orðið sannfærður um það, að allir eða flestir mótstöðu- Inenn hans á orustuvelli stjórnmála og félagsmála væru fantar ()g föðurlandssvikarar, hagsmunabraskarar og Danasleikjur. Til less Þekkti hann þá allt of vel. Hann vissi, að þrátt fyrir skoð- ana.rnun á aðferðum og leiðum, voru þeir langflestir góðir ís- ^idingar eins og hann sjálfur. A þeim árum og allt fram lil ° Var til eitt mál, sein öllum íslendingum var fyrst og fremst Jartfólgið, mál málanna, sem þjóðin var í grundvallaratriðum amniála um, — það var baráttan fyrir stjórnmálalegu og fjár- lagslegu frelsi íslands. Það voru leiðirnar til þessa þráða tak- 'Uarks, sem menn deildu um. Fáfengilegt deiluefni, en þó skilj- anlegt, því að enn er sjálfstæðisbaráttu okkar ekki lokið — ef 1 vill hið erfiðasta eftir. Deilur þessar voru oft illvígar og ^aiar, oft persónulegar og meiðandi. Einar Kvaran komst út 111 þeim með óvenjulega hreinan skjöld, af því að hann ein- 111 . ekki á eina leið, sem ef til vill reyndist ófær, þegar á Cyndi- Hann gat vikið til hliðar, þegar aðrar leiðir voru færari Cn sd’ er hann áður hafði talið greiðasta. Hann notaði vitsmuni

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.