Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 20

Andvari - 01.01.1943, Page 20
16 Þorsteinn Jónsson ANDVARI ast að læra að skilja líi'ið, líf þjóðarinnar og líf einstakling- anna, „rannsaka hjörtun og nýrun“ eftir því sem oss skamm- sýnum mönnum er auðið. Og þegar sá skilningur er fenginn, þá mun venjulegast fara svo, að vorkunnarleysið, vægðarleysið og fyrirlitningin er horfin. Og þá fyrst er skáldæðin orðin að tárhreinni uppsprettulind, sem vökvar jarðveg þjóðlífsins og svalar hjörtum mannanna“. — Það er alveg rétt, sem annars staðar hefur verið sagt, að þessi orð gætu staðið sem einkunnar- orð yfir öllum skáldskap Einars H. Kvaran (dr. Stefán Einars- son, Eimreiðin). Það hefur venjulega verið skoðun manna, er um skáldsögur Einars hafa fjallað bæði í ræðum og riti, að smærri (styttri) sögurnar standi miklu framar hinum lengri sögum að skáld- skaparlegu og efnislegu gildi. Ekki verður á þetta fallizt hér. Þótt ýmsar af styttri sögunum séu meistaraverk að frágangi uppistöðu, þá eru beztu löngu sögurnar, Ofurefli, Gull, Sálin vaknar og Sögur Rannveigar, það engu síður, og þeim mun veigameiri sem þær eru lengri og efninu gerð rækilegri skil. En þessar fjórar sögur, ásamt fjölda af styttri sögum, eru aðal- skáldverk Einars. Auk þess hefur hann skrifað ljóðmæli, leikrit og fleiri langar sögur, sem allt er mjög vandað að frágangi og hugsun og fyllilega þess vert, að það fái að lifa í bókmenntum vorum. Hann skrifar aldrei neitt „út í bláinn“. í hverju ein- asta skáldriti hans er boðskapur fluttur — alveg ákveðin kenn- ing. — Hann talar aldrei aðeins um „daginn og veginn“ til þess að lengja mál sitt. Hann skrifar ekki til þess að „búa til bækur“, heldur til þess að flytja þá lífsskoðun, sem hann eftir nákvæma og skarplega athugun hefur komizt að raun um, að sé bræðrum sínum og systrum holl og heilnæm. Kærleikui', umburðarlyndi og miskunn er sá boðskapur, sem Einar þreytist aldrei á að kenna, og leiðin er sú að reyna að þekkja samferða- fólkið á lífsleiðinni og skilja það. Skáldið veit það vel, að mis- skilningur, hugsunarleysi eða hirðuleysi um aðra er undir- rót ótrúlega mikils af heimsbölinu og öfugstreyminu i mann- lífinu. Einar var djúpvitur maður. Það er ekki ofmælt, er Þór- bergur Þórðarson segir (í bókinni um Indriða miðil), að Einar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.