Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 21

Andvari - 01.01.1943, Side 21
ANDVAM Einar Hjörleifssón Kvaran 17 h:|fi verið einhver vitrasti maður hér á landi um tugi ára. — Eflir mikið hugarstríð og efa liefur Einar fundið það, sem hann var fullkomlega viss um, að var sannleikur. Ráðgáta lífs °g dauða var fyrir honum engin ráðgáta, og óteljandi smá- hnjótar á lífsleiðinni urðu honum eftir það enginn farartálmi. Hann þarf aldrei að víkja af þeirri braut, sem dómgreind hans og vitsmunir, samfara djúpri þekkingu á meðbræðrun- 11111 > hafa fært honum heim sanninn um, að sé hin eina rétta leið til fullkomnunar. Því getur hann stefnt að ákveðnu marki : ollum sínum stóru skáldritum, hann veit alveg fullkomlega, hvaða boðskap hann er að flytja. Hann er ekki i vafa um það, að án þess að vilja skilja náungann, og án þess að vilja fyrirgefa öðrum bresti þeirra og brek, verður maðurinn aldrei annað en ófullkomið, vansælt og vanmáttugt dýr hér á jörðu. Einar Kvaran er ákaflega snjall rithöfundur í stíl og fram- setningu. Honum tekst mætavel að vekja áhuga lesendanna og f Þá á sitt mál, án þess þó að það verði bein, þreytandi og 1 t listræn málfærsla, eins og stundum vill við brenna hjá elegum rithöfundum. Hann tilfærir oft rök og gagnrök í sam- ’a'ðum sögumanna sinna mjög snilldarlega, þannig að hann Jsir sögumönnunum ágætlega, en flytur jafnframt kenningar sinar. Til dæmis í sögunni Á vegamótum. Prestskonan segir: »Hvers vegna felið þið eldinn fyrir fólkinu -— eld nýrra hugs- ana> eld andans, — þið ykkar, sem vitið, að hann hefur aldrei °gað skærar í veröldinni en nú? Ég veit það........ Þið eruð ’æddir um, að fólkið brenni sig, segið þið. En það er ósatt. ’ð eruð ekki hræddir um það, þó að þið séuð að reyna að e Ja ykkur trú um það. Það er oddborgarahátturinn utan ?Jn ykkur, sem þið standizt ekki. Þið látið alltaf bera vatn eldinn í sálum ykkar, — slökkva sannleiksástina sjálfa. . og við fer eins og i dag. Sannleikanum afneitað. Og 1 öfl látin fara með fólkið út í ódrengskap og rangsleitni.“ Presturinn svarar: „Af öllu, sem okkur mönnunum er a hendur falið, finnst mér sannleiksástin vera flóknast og Vandasamast viðfangsefni.......Mennirnir fjandskapast ekki eins ákaft gegn neinu eins og sannleika, sem birtist þeim í

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.