Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 25

Andvari - 01.01.1943, Side 25
andvam Einar Hjörleifsson Kvaran 21 Þá mátti hann líklega til með að biðja hann að fyrirgefa sér. Og svo gerði hann það. Og svo þótti honum svo merkilegt, hvað guð lét sér annt um Sveinka, að hann sá ekki lengur eftir hörpudiskunum“. — Einar lætur þessa algerðu fyrirgefn- ingarkröfu móðurinnar liafa gagngerð áhrif á allt líf og breytni Sigurgeirs. Á alvarlegasta augnabliki lífs hans kemur þessi saga UPP í huga lians og verður honum leiðarstjarna á rétta braut. Hér kemur og fram hið hálfskoplega viðhorf þess, er fyrir- gefninguna hlaut og notar sér tækifærið til eigin hagsmuna. Hæpið er, að fyrirgefningin verði honum til sálubóta. — Aftur á móti er fyrirgefning Rannveigar (sjá Sögur Rannveigar) svo fullkomlega háleit og hafin yfir allt „brask“, að hún verður þeim Ásvaldi og Guðrúnu til varanlegrar sáluhjálpar. Það er alveg rétt, sem skáldið lætur Ásvald segja, „að það þarf tölu- Yert heilaga menn til þess að fyrirgefa, svo að nokkurt lag sé á“. Einar sér auðvitað, að fyrirgefning og mildi getur verið tví- eggjað, og að almennri skoðun á siðgæði er enn þá ekki svo vel 4 veg komið, að alltaf megi láta það i ljós, þótt einhver hafi náð því mikla takmarki að .skilja margt og fyrirgefa flest. Til þess að skilja Einar Kvaran, verður að hafa það hug- ^ast, að lífsskoðun hans var sú, að hið illa væri aldrei til »hreinræktað“, þ. e. einangrað frá öllu góðu, heldur væri það »°fið saman við mismunandi mikið af gæðum“ (Iðunn 1925, hls. 249—250). Sé litið þannig á misgerðir annarra manna, skilst viðhorf Einars. En hann segir líka: „Ég skil ekki fyrir- gefningarskylduna svo, að hún eigi að sjálfsögðu að gera menn Hónum, svo að þeir sjái ekki, hvað við þeim horfir. Ekki skil ég hana heldur svo, að hún eigi að gera oss að ræflum, afira mönnum frá því að segja sannleikann, hver sem í hlut á, °f sá sannleikur skiptir töluverðu máli“ (Iðunn 1926, bls. 87). Hin siðferðilega uppistaða í skáldskap Einars H. Kvaran ei i stuttu máli sagt hinn kristilegi boðskapur, sem sprott- uin er af skilningi á öðrum mönnum og samúð með þeim, i j()si öruggrar vonar um eilífa framþróun einstaklingsins. Trú a niátt hins góða, sem allt muni sigra að lokum. Fyrirlitning u kreddum, mannasetningum og hindurvitnum, sem hylja sann-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.