Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 29

Andvari - 01.01.1943, Page 29
andvari Einar Hjörleifsson Kvaran 25 þá er hann komst í kynni við. Hann kunni þá list að hlusta á það, sem aðrir höfðu fram að bera, hlusta gaumgæfilega og með fullri athygli. Með því gat hann skyggnzt inn i sálir manna, roiklu betur en þeir, sem stöðugt vilja hafa orðið sjálfir. Það var gott fyrir alla að tala við hann, ekki sízt þá, er sorg- mæddir voru eða þjáðir af einhverjum vandræðum. Hann skildi þeirra veilu og veiku hliðar og sá manna bezt, hvað að var. Og hann sá einnig og skildi manna bezt, hvar styrkur þeirra var og von til úrbóta. Því fóru flestir frá honum glaðari og von- betri en þeir komu. Þeir munu hafa verið margir, sem til lians leituðu, sérstaklega á efri árum hans. Leituðu hughreystingar og heilræða í raunum og sorg. Hinil aldni spekingur þreyttist aldrei á því að miðla öðrum af lífsreynslu sinni og trú. Heimili þeirra hjóna, frú Gíslínu og Einars, var fagurt og hlýlegt. Samlíf þeirra var svo ástúðlegt sem framast má verða,' glaðlegt viðmót, alúð og gestrisni ríkti þar ætíð. Börn þeirra voru, þau er til fullorðinsára komust: Matthildur, sem er gift Magnúsi Matthíassyni stórkaupmanni (Jochumssonar), Einar, aðalbókari í Útvegsbanka Islands, Ragnar, prestur, síðar landkynnir (d. 1939) og Gunnar, stór- haupmaður. Elzta son sinn, Sigurð, misstu þau hjón ungan. Þótt Einar Kvaran færi ekki varhluta af þungum sorgum, né heldur af mótstöðu og oft illvígum árásum, má þó hiklaust segja, að hann var gæfumaður. Um langt skeið naut hann sam- vista ágætrar og mikilhæfrar konu, sem í öllu var honum sam- hent og samboðin. Þau eignuðust hóp mannvænlegra og gáfaðra barna og komu þeim til vegs og mennta. Einar hafði aðstöðu til þess að gefa sig að áhugamálum sínum eingöngu meira en þrjá síðustu áratugi ævinnar. Hann naut álits og virðingar þjóðarinnar og hélt óskertum sálarkröftum til hárrar elli. — Hann andaðist á heimili sínu hinn 21. maí 1938. Margt mætti fleira rita um þennan merkilega mann, því að eins og gefur að skilja, hefur hér aðeins verið stiklað á stóru. Þó get ég ekki látið hjá líða að geta þess, að Einar var ágætur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.