Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 30

Andvari - 01.01.1943, Side 30
26 Einar Hjörleifsson Kvaran ANDVAHI fyrirlesari og mælskumaður og las allra manna bezt upp. Hvort sem hann flutti ræður eða las upp, tókst honum ætíð að blása lífi í það, sem hann fór með, og vekja óskipta athygli áheyr- enda sinna. Ég veit ekki, hvað það verður, sem íslenzk þjóð hugsar og les, eftir að núverandi umbrotatímar eru liðnir og nýr og ró- legur tími rennur upp yfir blóði drifna jörð. En von mín er sú, að sá sannleikur, sem gáfumaðurinn og göfugmennið Einar Hjörleifsson Kvaran leitaði að og fann, megi setjast að völdum í hugum komandi kynslóða. Þá mun andi mannúðar, umburðar- lyndis og kærleika lækna sárin og gatan verða bein og breið til varanlegrar menningar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.