Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 41

Andvari - 01.01.1943, Page 41
andvari Vér viljum skilnað — 37 minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minnsta kosti % greiddra atkvæða hafi verið með samnings- slituni, þá er samningurinn fallinn úr gildi.“ Samkvæmt þessu þurfa eftirfarandi fjögur skilyrði að vera uPpfyllt til þess, að Islendingar geti fellt sambandslögin úr gildi með einhliða ákvörðun af sinni hálfu: 1- Krafa þarf að koma fram af þeirra hálfu eftir árslok 1940 um, að teknir séu upp samningar um endurskoðun sambandslaganna. 2. Samningar um endurskoðun þurfa að fara fram. 3- Ef ekki hafa tekizt nýir samningar 3 árum eftir að krafan um endurskoðun kom fram, þarf Alþingi að samþykkja að fella samninginn úr gildi og % hlutar þingmanna að véra með því. Samþykktir, sem Alþingi kynni að gera í þessu tilliti, áður en þessi 3 ár eru liðin, hafa enga réttar- lega þýðingu. Til þess að fella samninginn úr gildi þarf lolcs þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem % atkvæðisbærra manna taka þátt í, °g 3Á greiddra atkvæða þurfa að vera með sambands- slitum. Vér skulum nú athuga þessi fjögur atriði lítillega. Hefur af íslands hálfu verið farið fram á samninga við Hani um endurskoðun sambandslaganna strax eftir árslok 1940? Þessari spurningu má svara ótvírætt neitandi. Ástæðan til, að ekki var farið fram á samninga um endur- skoðun, er auðsæ. Hinir ráðandi stjórnmálamenn vorir ætluðu ser að fara leið „vanefnda“-kenningarinnar, en ekki leið sain- bandslaganna, þeir ætluðu sér ekki að bíða hinn tilskilda 3 ai'a frest sámbandslaganna, og þess vegna var ekki farið fram a endurskoðun. Er það þó dæmalaust gáleysi af hálfu þeirra nianna, sem telja það nú lífsnauðsyn fyrir Islendinga að ganga I*á formlegum sambandsslitum, áður en Evrópustríðinu er lokið og þar með hernámi beggja sambandslandanna. Jafnvel Pótt til mála hefði komið að nota vanefndaréttinn, hefði þó 'erið öruggast að halda opinni leið sambandslaganna, en svo aiikil var fyrirhýggjan sem sagt ekki.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.