Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 54

Andvari - 01.01.1943, Side 54
ANDVAIU Sjálfstæðismálið. Eftir Jörund Bnjnjólfsson. Það er engum efa bundið, að margir landnámsmennirnir íslenzku, er komu frá Noregi, flúðu undan ofríki Haralds kon- ungs hárfagra. Þegar hann tók völd í Noregi, lagði hann undir sig' lönd og ríki og sást lílt fyrir um aðferðir til að koma mál- um sínum fram. Þeim. er á móti honum voru, er hann var að brjótast til valda, setti hann hina hörðustu kosti, rænli þá frelsi og eignum, og suma þeirra lét hann taka af lífi. Margir hinna kjarkmeiri manna undu þessum aðförum illa og kusu heldur að yfirgefa eignir, frændur og vini og flýja land en láta kúgast. Þeir höfðu lifað frjálsu lífi og voru lítt öðrum háðir í breytni og athöfnum. Kusu þeir heldur að leita til fram- andi lands og lifa þar frjálsu og sjálfstæðu lífi en lifa ánauð- ugir í heimalandi sinu. Margir landsmanna voru úrvalsmenn, eins og sagnir herma glögglega. Fljótlega komu Islendingar á hjá sér nýrri stjórnskipun, þjóðveldi. Þeir sömdu lög og reglur um margt það, er þeir töldu miklu ináli skipta fyrir þjóðlífið. Stjórnskipunin var frjálsleg og á marga lund mannúðleg. Þetta stjórnskipulag stóð um nokkrar aldir. En svo hófust innanlandsdeilur með höfð- ingjum, langvinnar og illvígar, og þeim lauk, eins og kunnugt er, með því, að þjóðin glataði frelsi sínu. Allra einstakra manna átti Hákon gamli Noregskonungur mestan þátl í því, að hið forna islenzka þjóðveldi leið undir lok og að landið komst undir konung. Hákon var vitsmuna- maður og duglegur, beitti ekki alltaf drengilegustu leikregl- um, þegar hann sótti mál, og lét þá ekki allt fyrir hrjósti

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.