Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 58

Andvari - 01.01.1943, Side 58
54 Jörundur Brynjólfsson ANDVARI atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkl við atkvæða- greiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í Ijós við slíka atkvæðagreiðslu, að % atkvæðisbærra kjósenda að minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minnsta kosti % greiddra atkvæða hafi verið með samnings- slitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi.“ Þegar sambandslögin voru selt, voru sumir óánægðir með ýmis ákvæði þeirra. Sérstaklega þótti 6. gr. laganna, um hin gagnkvæmu þegnréttindi í löndunum, óheppileg. íslendingar mundu haí'a kosið þau ákvæði hagstæðari fyrir sig, ef kostur hefði verið á. Þeir mundu og hafa kosið, að sambandsslitin milli landanna væru auðveldari en 18. gr. ákveður. En sé nokkur þjóðarvilji fyrir sambandsslitum, ætti að vera auðvelt fyrir íslendinga að fullnægja þeim ákvæðum laganna. Rétt er og að benda á það í þessu sambandi, að flestir, ef ekki allir þeir þingmenn, er greiddu alkvæði með sambandslögun- um 1918, munu hafa lagt þann skilning í ákvæði 18. greinar, að ef Islendingar segðu samningnum upp á löglegan hátt, þá væri þar með allt samband milli landanna niður fallið, og að þau sambandsslit tækju einnig til konungdómsins. Nú hefur nokkuð bólað á öðrum skilningi, hvað þetta atriði áhrærir, og mun ég síðar víkja nánara að þvi. Eins og áður er drepið á, var Islendingum verst við ákvæði G. greinar, um hin gagnkvæmu þegnréttindi. Enda ekkert undarlegt, þótt svo væri. íslendingar búa í víðáttumiklu landi, Iitt numdu, nærri þremur sinnum stærra en Danmörk. Danmörk er þéttbýlt land, að kalla alræktað, um það bil 30 sinnum fjölmennara en ísland og sennilega mikið yfir 100 sinnum ríkara. Ef Danir hefðu viljað notfæra sér þessi réttindi og flutt fjölmenni inn i landið, gat það orðið íslendingum hættulegt síðar við sam- bandssliíin. En að íslendingar þrátt fyrir þetta ákvæði sam- bandslaganna samþykktu þau, stafaði af því, að íslendingar fengu það viðurkennt, að landið væri frjálst og fullvalda, og að þeir ætluðu sér þegar við samþykkt sambandslaganna að

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.