Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 76

Andvari - 01.01.1943, Page 76
72 Gísli Sveinsson ANDVAUI annars vart en að allir íslendingar, innan þings og utan, teldu þetta nauðsynlegt, sjálfsagt og réttmætt, og er til náðist, tétu konungur og Danir sér vel líka þessar aðgerðir, auk þess sem hin engilsaxnesku stórveldi viðurkenndu þær i verki. Spáði þetta allt góðu um farsællegt framhald. Hertöku hinnar sjálfstæðu Danmerkur svöruðu Bretar mán- uði síðar með því að hernema hið nú raunverulega sjálf- stæða ísland — og var þá ekki við önnur stjórnarvöld að eiga en íslenzk. En ekki virtist það draga úr skilnaðarhug ráða- manna þjóðarinnar yfirleitt, nema síður væri. Sýndi það sig, er fram kom á næsta ár. Þ. 16.—17. maí 1941 voru á Alþingi gerðar ályktanir þær í þrennu lagi, sem nú eru alkunnar orðnar og eigi þarf því að rekja orði til orðs: „Um sjálf- stæðismálið“, „um æðsta vald í málefnum ríkisins“ og „um stjórnskipulag íslands“, þar sem þingið, með þessu til samans, ákveður skilnaðinn í verki og kosning sérstaks ríkisstjóra, þótt formið eitt biði að öðru leyti um sinn. Einn af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins skilgreindi þessar ályktanir við umræðurnar þannig (Alþt. 1941, D. bls. 60—63): 1. Sambandinu við Danmörku er raunvernlega slitið. 2. Ekki verður samið um nýtt samband við Danmörku. 3. Gengið verður frá framhúðar stjórnskipun hins íslenzka fullvalda ríkis, þegar er tök verða á vegna styrjaldar- innar. 4. Þangað til það verður, gegnir ríkisstjóri, kjörinn af Al- þingi, æðsta valdinu í landinu. 5. Stjórnskipun íslands verður h'jðveldi. Forsætisráðherra Hermann Jónasson viðurkenndi, að því er virtist fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þessa túlkun rétta. Og formaður Sjálfstæðisflokksins, ráðherra Ólafur Thors, lýsti skoðun þingmannsins sína skoðun og flokksins. (Mbl. 18. maí 1941). Enginn andmælti þessu þá, né hefur gert það síðan. Með þessu hafði Alþingi i raun og veru lýst sambandssátt- málann niður fallinn og ógildan, eins og komið væri högum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.