Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 80

Andvari - 01.01.1943, Page 80
76 Skilnaður íslands og Danmei'kur ANDVAHI og ísafold næstu daga á eftir fundinn), heldur sker þar úr samþykkt sú, er allur fundurinn fylgdi og svo hljóðar: „Landsfundur sjúlfstæðismanna, haldinn á Þingvöllum 18. júní 1943, lýsir eindregnum stuðningi sínum við stjórnar- skrárfrumvarp og tillögur milliþinganefndar í stjórnarskrár- málinu, einkanlega það ákvæði, að lýðveldisstjórnarskráin skuli taka gildi eigi síðar en 17. júní 1944. Fundurinn felur öllum trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins að vinna að því, að svo megi verða, og heitir á aðra flokka og allan landslýð til samvinnu um framgang inálsins.“ Það virðist nú eigi þörf á því að ræða þetta mál frekara um sinn á þeim vettvangi, sem hér er haslaður. Mikið er og um jiað rætt og ritað meðal dægurmála í blöðum. Sjálfstæðismálið er nú ekki neins einstaks flokks mál, og má ekki vera, heldur allra Islendinga, þótt vitaskuld geli átt við að rekja afstöðu sjórnmálaflokkanna til þess, ef svo ber undir. — Alþingi kem- ur nú brátt saman á ný, og mun þá málið verða tekið til þeirrar meðferðar, er við þykir eiga, eins og það liggur fyrir frá stjórnarskrárnefnd. Mun jiað sameiginleg óslt allra góðra drengja, að „íslands óhamingju“ verði nú eigi sundrungin „að vopni“, þegar mest á ríður. Ef í þessu efni skeikar, þegar hin langþráða úrslitastund nálgast, hvað skal }>á til varnar verða vorum sóma? f ágústmán. 1943.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.