Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 87

Andvari - 01.01.1943, Side 87
ANDVAIU Stofnun lýðveldis ú íslandi 83 fyrir Jtví aÖ festa þessi áhrif hins ameríska stórveldis i landi voru, jafnvel að verða áfram undir hervernd þess, að þessu stríði loknu, svo sem formaður Framsóknarflokksins lagði til í blaðinu „Degi“ 1. júlí þ. á. Vér Islendingar vonumst að visu til þess, að það verði betri heirnur, sem upp ris úr þessari styrjöld, en sá, er inn í hana sog- «ðist úr öngþveiti kreppu og vigbúnaðar. Vér metum þá við- leitni, sem fram kemur meðal þjóðanna til þess að skapa nýjan heiin frelsis og réttar og viljum fúsir leggja fram vorn litla skerf hl þess, að slík ný veröld megi upp rísa, því enginn á meira undir hví en einmitt slík smáþjóð sem vér. En vér skulum ekki loka ougunum fyrir þeim öflum afturhalds og yfirdrottnunarstefnu, sem enn eru að verki, einnig meðal engilsaxnesku þjóðanna, hótt margir ágætir forvígisménn þeirra vilji láta vonir þjóð- anna um öryggi og frelsi rætast að þessu stríði loknu. hað er skylda vor að vera við því búnir, íslendingar, að jand vort verði fyrir ásælni eftir strið, og til þess að geta var- lzt henni, hvaðan sem hún kemur, þá verðum vér að ráða öll- 11111 málum vorum sjálfir áður en stríðinu lýkur, hafa komið Stjórnskipulagi voru í fast form, fengið það viðurkennt af eins niorgum ríkjum og unnt er og rekið síðan sjálfstæða utan- ^’kispólitik með það fyrir augum að tryggja raunhæft sjálf- stasði vort. l^ess vegna er nauðsynlegt, að lýðveldi verði stofnað á ís- landi fyrir stríðslok. Þess vegna var Sósíalistaflokkurinn fylgj- andi því að stofna lýðveldi á Islandi á árinu 1942 og — eftir að afskipti Bandaríkjanna komu til, — að samþykkja lýðveldis- stjórnarskrá á því ári, þótt hún tæki ekki gildi fyrr en á árinu 1944. Þess vegna lagði Sósíalistaflokkurinn líka til 20. apríl i Vor> aÓ þingflokkarnir hefðu samvinnu um að samþykkja á Alþingi lýðveldisstjórnarskrána, áður en þingi væri frestað, og andirbúa sameiginlega þjóðaratkvæðagreiðslu um hana í sumar eöa haust, en þeirri tillögu var ekki tekið af hinum flokkunum. þess vegna er Sósíalistaflokkurinn fylgjandi því, að stjórn- arskráin sé nú samþykkt á Alþingi sem fyrst, þjóðaratkvæða- Sreiðslan fari síðan einnig sem fyrst fram, eftir að þjóðin

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.