Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 89

Andvari - 01.01.1943, Page 89
andvari Stofnun lýðveklis á íslandi 85 væri að reyna einhverskonar samninga aftur — sem yfirgnæf- andi meiri hluti íslendinga alls ekki vill — þá kæmu enn einu sinni fram þær leiðu tilhneigingar, sem svo oft áður hafa skotið upp höfðinu hjá valdamönnum Danmerkur, að reyna metnaðar vegna að halda íslandi sem lengst í einhvers konar tengslum við Danmörku. (Afstaða Staunings 1939 bar áþreifan- lega vott um slíka afstöðu, og hver sannar, að valdamenn Dan- merkur verði betri en hann var?) Afleiðingin gæti svo hæglega orðið sú, að Danir og íslend- ingar sltildu í fullum fjandskap, auk þess — og það er aðal- atriðið — sem þessir „samningar" myndu geta eyðilagt mikið af þeim möguleikum, sem íslendingar nú hafa til þess að fryggja afstöðu sína í alþjóðamálum. Sumir álita, að það samrýmist ekki „norrænum sambúðar- Venjum“ að skilja þannig, að íslendingar lýsi yfir því, að nú vilji þeir vera frjálsir og stofni því sitt eigið lýðveldi. En slíkar eru einmitt norrænar sambúðarvenjur. Þær byggja a virðingu fyrir þjóðfrelsinu. Bezta dæmi þess er um leið eina dæmið úr nútímasögu Norðurlanda um skilnað ríkja. Það er skilnaður Noregs og Svíþjóðar 1905. Slúlnaður sá gerist með þeim hætti, að norska stórþingið >sir yfij- því( að nú sé sænski konungurinn hættur að vera fonungur Noregs og sambandinu milli landanna sé slitið. Aorska þjóðin stóð einhuga bak við þessa frelsisyfirlýsingu. Sænska þjóðin var ldofin í málinu. Afturhalds- og yfir- mttnunarseggir meðal yfirstétta og valdamanna vildu halda I 01'ðmönnum nauðugum undir sænskri krúnu. En verklýðs- reyfing Svíþjóðar stóð einhuga með rétti Norðmanna til tafar- auss aðskilnaðar. Hjalmar Branting, hinn kunni forvígismaður Sa'nsku verklýðshreyfingarinnar, hefur meira að segja hlotið dóm og verið stimplaður sem landráðamaður fyrir baráttu sina yrir frelsi Norðmanna. Afstaða verklýðsstétta Noregs og. Svíþjóðar var. báðum til S0lna og öðrum til fyrirmyndar í þessu máli. Báðar stóðu fast a Þjóðfrelsisrétti Norðmanna. Báðir stóðu gegn kúgunartil- ineigingum sænsku yfirstéttarinnar — og sigruðu.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.