Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1943, Side 93

Andvari - 01.01.1943, Side 93
axdvari 89 Stofnun lýðveldis á íslandi Þykkt lýðveldisstjórnarskrárinnar, eða lætur undir höfuð leggj- ast að greiða atkvæði með henni, vinnur því beinlínis að því að brjóta þann grundvöll, sem sjálfstæði hverrar þjóðar fyrst °g fremst byggist á, en það er einbeittur vilji hennar sjálfiai til frelsis, og sem afleiðing af því, virðing annarra þjóða fýiir frelsisást liennar. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrána skapa Is- lendingar álit annarra þj<’)ða á frelsisþrá og sjálfstæðisvilja ís- lenzku þjóðarinnar. Það sér því hver maður, hvað í húfi er, ef þjóðin stendur ekki öll að samþykkt lýðveldisstjórnarskrái- innar. Með lélegri þátttöku eða mörgum mótatkvæðum væri heinlinis verið að bjóða heiin ásælni erlendra þjóða. Hvaða er- lend þjóð, sem væri nýkomin af vígvelli, þar sein lnin hefði fórnað blóði sinna beztu sona fyrir frelsi föðurlands síns, niundi virða þjóð, sem ekki einu sinni vildi hafa fyrir því að íara i hægðum sírium á kjörstað, til þess að strika einn kioss á pappírsblað, til þess að verða stjórnskipulega sjálfstæð þjóð? Það er því nauðsynlegt, að hver einasti íslenzkur kjósandi ^eri sér það ljóst, hver ábvrgð hvílir á honum gagnvart þjóð s*nni í þessu máli. Eri það ætti ekki heldur að þurfa að eggja ÍMendinga til þess að gera nú skyldu sína. Sjö alda kúgun minnir þá á, hvað það þýðir að ráða ekki sjálfur landi sinu. Mannfækkun, afturför og kyrrstaða um sex alda skeið sýna oss, hvað það kostar þjóðina að standa ekki á verði um þjóð- Þ'elsi sitt. Þeir Islendingar, sem nú lifa, hafa gert þetta land að því 'andi, sem það nú er. Þeir hafa reist hér steinhús, hyggt brýr, 'agt vegi, komið upp tugum stórvirkra verksmiðja, smíðað skipaflota, ræktað landið, umhverft framleiðsluháttum og þjóð- Þfi þess á hálfri öld. Þeir hafa lostið töfrasprota tækninnar og 'innunnar á þetta land, sem þúsundir manna voru að flýja, og auðlindir þess liafa opnazt í svo rikum mæli, að engan hefði kmnað það í framtíðarsýnum fyrir einni öld. Sú kynslóð, sem 1111 lifir, hefur það í sinum höndum, með því að beita mann- 'útinu og þjóðfélagslegu réttlæti að sama skapi og tækni og atorku, að gera land þetta svo úr garði, að öllum börnum þess

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.