Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 98

Andvari - 01.01.1943, Page 98
94 Stofnun lýðveldis á íslandi ANDVARI verði um þjóðlegt frelsi vort, fylkja oss þétt saman um vernd jiess, án þess að láta jiað leiða til einangrunar- og innilokunar- stefnu. IJað mun von bráðar reyna á íslendinga í þessum efnuin. Sum stórveldi munu þegar hafa ágirnd á flugvöllum og flota- höfnum hér. Hvalfjörður og Keflavík liafa nú sama gildi og Grímsey forðum, og flugvélar og bryndrekar nútímans eru ólíkt skæðari langskipum þeim, er vér óttuSumst þá. Framtíð þjóðar vorrar getur oltið á því, að lnin standi nú þegar sameinuð um aðgerðir sínar á ölluin þessum sviðum. Og það er rétt að minna á það, þótt eigi heyri það beinlínis undir verkefni þessarar greinar, að samtímis aðgerðum vorum í sjálf- stæðismálinu út á við, þarf að l'ara fram stórfelld efling þjóð- legrar menningar í landinu, þjóðarátak í menntamálum vorum, er miði að því að opna öllum íslendingum aðgang að menntun og menningu, opna alla skólana fyrir æskulýðnum, — gera menningu íslendinga að sámeign alþjóðar. Stofnun lýðveldis á íslandi í síðasta lagi 17. júní 1944 er lokaþátturinn i sjö alda frelsisbaráttu lands vors, kórónan á það verk, sem undanfarnar kynslóðir íslendinga hafa verið að vinna, við svo óendanlega miklu erfiðari skilyrði en vér. For- tíð vor, saga og arfur allur lcrefst jiess af núverandi kynslóð íslendinga, að hún standi sem einn maður um að ljúka þessu frelsisverki. Stofnun lýðveldis á íslandi fyrir stríðslok er upphafið að þátttöku íslendinga sem opinberlega viðurkenndrar, sjálfstæðr- ar þjóðar í alþjóðlegu stjórnmálalifi, byrjun á nýrri baráttu fyrir frelsi lands vors: fyrir að varðveita og tryggja sjálfstæði þess. Framtíð þjóðar vorrar, velferð og frelsi niðja vorra, krefst þess af þeirri kynslóð, sem nú lifir og stjórnar málefnum ís* lendinga, að liún leggi grundvöllinn að þeirri frelsisbaráttu, svo vel og örugglega sem hægt er að gera í þeim heimi, sem valdið enn Jiá drottnar í.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.