Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 67
45
eigin víti misstu forfcður vorir frelsi sitt ; og með pví
að forðast víti þeirra, sundurlyndi og sjerdrægni, en
sýna dáð og drengskap, eigum vjer aptur að afla pess.
það er ef til vill nauðsynlegra nú, en opt áður, að
sýna stilling og gætni í stjórnarmálum. Pað er mjög
áríðandi, að landsmenn skoði og athugi stjórnarskrár-
frumvarpið frá síðasta alþingi alveg hleypidómalaust.
Jeg hef ritað hjer um frumvarpið eptir pví, sem jeg á-
lít sannast og rjettast; að mínu áliti fullnægir frum-
varpið öllum aðalkröfum og óskum landsmanna, og mjer
linnst, að landsmenn geti metið pað mikils, að prír
konungkjörnir alpingismenn hafa stutt framgang þessa
máls á þingi með orðum og atkvæðum. I stjórnarmál-
inu er fylgi þeirra svo mikils vert, að, ef vjer verðum peim
samtaka og peir oss, pá hlýtur sigurinn að vera í vænd-
um.
J>að má komast svo að orði, að skipið, sem á að hera
oss yfir til fyrirheitna landsins, liggi fyrir landi, en lát-
um pá ölduganginn ekki verða svo mikinn í landstein-
unum, að skipið brotni í höndunum á oss.