Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 106
84
sólarlag komum við að annari kvísl, sem kemur upp úr
söndunum og renuur til útsuðurs, fletur sig út á einum
stað og myndar margar eyrar og svo grunnt stöðuvatn,
•en fram úr vatninu rennur á, sem brýzt í gegnum
nyrðri fjallgarðinn niður í Tungná; par eru gljúfur
mikil og fossar og kölluðum við ána Fossá ; vatnsmegin
hennar er viðlíka og í Elliðaám hjá Reykjavik. Nokkru
eptir sólarlag riðuin við yfir Fossá fyrir neðan breiðan
foss, en ekki háan, og hittum par fyrir oss allstóra mosa-
flesju með töluverðum grávíðir. þessi foss er efstur af
fossunum. |>ó hestarnir væru hungraðir, pá vildu peir
um kvöldið heldur narzla grávíðirlauf en eta heyið, sem
við höfðum meðferðis; við bundurn pá á streng um
nóttina og um morguninn urðu peir fegnir lieyinu. Mosinn
undir tjaldinu var ákaflega ójafn, holóttur og laus, svo
illt var að festa tjaldið, pað var pví fremur kalt og ó-
vistlcgt par uin nóttina.
Næsta morgun (6. ágúst) fórum við á kreik kl. 5 og
bjuggumst til ferðar. Landslag var hér mjög einkenni-
legt í kringum okkur, pó ekki væri mikið útsýnið, pví
liér vorum við luktir fjöllum á alla vegu. Mosaflesjan
er hér eins og gróðrarey á eyðimörku og pó vex ekkert
á henni nema grávíðir (salix glauca) og fáeinar koru-
súrur (polygoimm viviparum); fossinn fyrir ofan er
fremur fallegur, hann fellur fyrst niður af stalli og
breiðir sig svo út eins og blæja um bergið. Rétt fyrir
neðan mosaflesjuna byrja gljúfrin gegnum fjallgarðinn og
er par annar foss allhár, sein skiptist í tvennt. Fjöllin
hér í kring eru ákaflega sunduretin ; efst á brúnunum
eru allskonar turnar og strýtur og víða göt í gegnum
klettana; fjöllin eru einsog rústir, af pví vatnið, og um
pessar slóðir, einkum vindurinn á svo hægt með að
vinna á hinu lina móbergi, Sandrokið er hér í byljum
eflaust ógurlegt, liver dæld og dalur er fullur af rok-
sandi og hvergi er nein hindrun fyrir sandrokið, sem
veltur í ofviðrum eins og ólgusjór ofan frá jökli margar