Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 33
11
nema landsráðið, og liafa að eins einn ráðgjafa undir
jarlinum. Með péssari tillögu mælir það, að þetta verð-
ur sparnaður fyrir landið, og það, að starf landsliöfð-
ingjans getur einn maður lej'st af hendi, en hins vegar
er þess að gæta, að bæði er tilætlunin sú, að amt-
nfannaembættin verði lögð niður og störf amtmannanna
lögð undir ráðgjafann, og mörg störf, sem nú liggja
undir ráðgjafann í Khöfn verði einnig lögð undir ráð-
gjafann hjer á landi, og svo er enn fremur þess að gæta,
að stjórnhættirnir breytast töluvert við það, að hjer kem-
ur innlend stjórn. Ef landinu á að verða framfara
auðið, þá verður að fela stjórninni meiri störf á hendur,
en nú á sjer stað. Ráðgjalinn verður að búa undir
lagafrumvörp miklu meira en nú á sjer stað. öll á-
byrgð á stjórninni hvílir á lionum, og þess vegna dugir
ekki, að liann þurfi að sjá mikið með annara augurn.
Hann verður að vera til taks, ’ef eitthvað fer aflaga ;
hann verður að sjá um framkvæmd á því, sem þingið
vill láta gjöra ; liann verður í einu orði að vera leiðtogi
þjóðarinnar í mjög mörgu. þessi starfi er ofætlun ein-
um manni, og ef alþing samþykkir þessa ákvörðun, þá
er mjög hætt við, að skekkja komist á stjórn landsins.
J>að má með engu móti gera ráð fyrir minna en tveim-
ur ráðgjöfum. Pað er með þetta eins og þingmanna-
töluna ; það getur verið töluvert varasamt, að takmarka
hana mjög mikið. Ef vjer berum ísland saman við
ýms smáríki; þá er það jafnvel engan vegiun of mikið,
þótt vjer hefðum 3 ráðgjafa. Yjer viljum fyrst nefna
nýlendu ríkin Brithish Columbia og Prins Edvards ey,
sem tilheyra Canadaveldi. Brithish Columhia liafði,
þegar síðastvar talið 3. apríl 1881, tæpar 50 þús. íbúa.
J>að hafði þá 36 þingmenn, 9 þingmenn í sambands-
þinginu og 27 á þinginu heima fyrir, og landstjóra með
4 ráðgjöfuin. Prins Edvards ey hafði 1881 nálega 109
þús. íbúa, þar eru 53 þingmenn, 10 í sambandsþinginu