Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 87
65
fötnunum flestum. Silungarnir eru eingöngu urriðar,
peir eru mjög vænir og feitir; stærsti silungurinu, sem
við veiddum, var um 9 pd., og pó kvað peir geta orðið
stærri. Yötnin eru ngætlega vel löguð fyrir silunga,
kvíslar renna úr einu í annað, gróður er par víða mik-
ill af vatnaplöntum, par er hraunbotn með ótal glufum
og fylgsnum, og allt landslag töluvert svipað pví sem
er við Mývatn; par er mikið af smáum vatuadýrum,
mýlirfum og öðrum skordýrum. í maganum á peim
silungum, sem eg skoðaði, voru sraáir vatnabobbar
(lymnæu-tegundir), örsmáar vatnaskeljar (Pisiclium),
skötuormar (lepidurus) og mýlirfur; lang mest var pó
af >lymnæ«-um. Yið Tjaldvatn er mjög svipað einsog
við ýmsar víkur í Mývatni. Lítill lækur rennur í vatn-
ið austur af kofanum; kemur hann upp í smáaugum
undan hrauninu nálægt gíghólum peim, sem standa á
gossprungunni; víkurnar og vikin á vatninu eru full af
slíi, pau eru kringlótt og brydd grasi og sefi, par bull-
ar víða upp vatn á botninum og innan um slíið er fullt
af vatnabobbum, slcordýralirfum og pesskonar. Mýbit
er opt mikið við vötnin, svo menn verða að hafa sífellt
gát á hestnm, að peir ekki strjúki. Fuglar eru hér
margir; andir, lómar og heimbrimar eru mjög algengir
og verpa hér og eins álptir; kríuvarp er víða töluvert,
og rjúpur sáum við stöku sinnum; í hólminum í Skála-
vatni er mikið andavarp, svo par er á vorin varlahægt
að pverfóta fyrir hreiðrum. Sumstaðar verpa arnir í
gígasnösunum, við sáum t. d. örn með unga hjá Skála-
vatni; fálka sá eg nokkrum sinnum fljúga fram hjá;
kjóar eru algengir bæði hér og á Landmannaatrétti.
|>ó undarlegt sé, eru kjóar einna algengastir fuglar uppi
á hálendinu; pó maður sé á mestu grasleysisöræfum í
Ódáðahrauni, norður af Veiðivötnum eða hvar sem er
líður varla sá dagur, að maður sjái ekki einn eða fleiri
kjóa fljúga fram hjá.
Dagana frá 29. júlí til 4. ágúst höfðum við tjaldið á
Andvari XVI.