Andvari - 01.01.1890, Blaðsíða 132
110
þar voru tveir kofar, en í svo illu ástandi, að f>eir fé-
lagar treystust ekki að vera í þeim, en lágu í tjaldi.
Um nóttina gerði á þá Lið versta illviðri með húða-
rigningu og svo mikln hvassviðri, að þeir ætluðu að
missa tjaldið; helzt þetta illviðri þangað til seinni hluta
dags 31. ágúst; þá gátu þoir fyrst farið út og forvitn-
ast nokkuð um landslagið rett í kring. 1. september
gátu þeir heldur eigi farið út úr tjaldi fyrir rigningu
og sandroki, og 2. september sáu þeir sér eigi annað
fært en leita tíl byggða aptur, þó illt væri veðrið.
Sveinn Pálsson lýsir stuttlega Fiskivötnum þeim er
hann sá, og er lýsingin ágæt, einsog búast mátti við
hjá slíkum merkismanni; set eg því hér aðalinntak
lýsingarinnar: »Landslagi er svo varið við Piskivötn
að þar eru ótal háar og brattar sandhæðir og mil-li
þeiira margir og krókóttir dalir, og þar eru vötnin
nærri í hverri lægð, úr flestum þeirra renna straum-
harðar kvíslar, sem sameinast, heita þá Vatnakvísl, og
renna svo í Tungná. J>etta landslag helzt svo langt
inn eptír sem sést af hæstu hólunum. en þar efra er
allt ókunnugt og hefir enginn farið þar um. Jsað er
ekki gott að vita, livernig hér liefir verið umhorfs áður
en eldgosin urðu, en víst er það, að hér hafa verið dal-
ir að norðan og ár runnið eptir þeim, síðan hefir mynd-
azt ógurlegt eldfjall með óteljandi uppsprettum, og hefir
allt héraðið umturnazt af þeim eldsumbrotum, árnar
hafa stíflazt og orðið að vötnum og tjörnum, og þegar
vatnsmegnið óx, varð úr þeirn afrennsli ofan jarðar og
neðan. Þetta sést bezt á hraunhólunum, sem eru við
endana á hverju vatni; þó eru þeir flestir sandorpnir;
langbezt sjást eldsumbrotin milli Stóra- og Litla-Foss-
vatns og við Tjaldvatn; þar eru óteljandi eldstrompar
og eldgígir, og eru þeir alveg eins að útliti eins og
gígirnir í Varmárdal við Skaptárgljúfur, sem gusu 1783.
J>að sést eigi fyrir sandi, hvaða hraun hafa runnið frá
þessum eldgígum. Af hinum kunnu vötnum eru þessi