Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 18

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 18
18 25. september 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Á kafi í Evrópusambandinu Á forsíðu Bændablaðsins, sem kom út í gær, má lesa athyglisverða frétt undir fyrirsögninni „Hvað liggur á?“ Fréttin hefst á þessum orðum: „Þegar hringt er í íslensku stjórnsýsl- una þessa dagana er yfirleitt sama svarið gefið alls staðar: Nei, ég hef ekkert getað sinnt þessu, ég er á kafi í spurningalistanum frá Evrópu- sambandinu.“ Ætli þetta hvimleiða vandamál sé einskorðað við ritstjórn Bændablaðsins? Pólitískur uppsláttur? Alkunn er andstaða Bændasamtak- anna, útgefanda Bændablaðsins, við aðild Íslendinga að Evrópusam- bandinu. Getur verið að sú pólitíska afstaða hafi ráðið meiru um uppslátt þessarar fullyrðingar heldur en heið- arlegt fréttamat? Misskilinn maður Forseti Íslands er misskil- inn maður. Fyrst misskildu viðstaddir, og í kjölfarið fjölmiðlar, ummæli hans í matarboði norrænna sendiherra á þann veg að hann hefði boðið Rússa vel- komna til allra verka á Íslandi, í kjölfar þess að enginn annar vildi vera vinur okkar. Í raun og veru sagði hann eitthvað allt annað. Næst mis- skildu viðstaddir, og auðvitað fjölmiðl- ar líka, orð hans í viðtali við þýskan blaðamann á þann veg að hann teldi þýska sparifjáreigendur Kaupþings þar ytra ekki myndu fá innistæður sínar greiddar. Því fór vitaskuld fjarri að hann hefði sagt eitthvað á þá leið. Nú síðast misskildu menn það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali við Bloomb- erg fréttastofuna á þá leið að hann teldi íslensku bankana hafa farið að reglum í aðdraganda hrunsins. Þar var orðum hans hins vegar auðvitað algjörlega snúið á haus, þau slitin úr samhengi og mistúlk- uð eins og hægt var. Það hlýtur að vera erfitt að vera svona misskilinn. stigur@frettabladid.is Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðar- sálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjak- ar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til árs- ins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Nató- systkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugs- unarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýr- keyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálf- inn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, laga- tækna og sérfræðinga. Í ofsa- skelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar Allra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambs- ins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niður- skurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og mennta- kerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niður- skurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádóm- um. Og höfundur vitlausustu pen- ingamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmála Við erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óviss- unni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssátt- mála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tím- ann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hol- lendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dóna- skap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármála- stofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóð- félagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar! Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöf- um á vegum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheim- inum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggju- fíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í til- hlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heil- brigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræði- lega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðis- flokkurinn fer yfir 50% í skoðana- könnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður. Úr vörn í sókn! A tvinnurekendur vita að á tímum mikilla breytinga er gríðarlega mikilvægt að halda vel utan um starfsfólk sitt. Sameiningar fyrirtækja sem líta vel út á pappírnum geta oft mistekist vegna þess eins að stjórnendur gæta ekki að mannlega þættinum. Á breytinga- og umbrota- tímum er nauðsynlegt að halda starfsfólki vel upplýstu, draga úr óvissu eins og kostur er og tryggja þannig stuðning við fyrirhugað- ar breytingar. Án stuðnings starfsfólks eru meiri líkur en minni að illa fari – að breytingar nái ekki þeim árangri sem stefnt er að. Þetta er gryfja sem ríkisstjórnin er óðfluga að falla í. Hún vinnur og vinnur að lausn vandamála, en gleymir að tala við „starfsfólk“ sitt – íslensku þjóðina. Vandamálin vegna fjármála- og gjaldeyris- kreppunnar eru mörg og flest afar flókin og má segja að engin þjóð hafi staðið frammi fyrir vanda af þessu tagi. Engum dylst því að ríkisstjórnin er undir gríðarlegu vinnuálagi og hefur verið svo mánuðum skiptir. Þetta skynjar þjóðin og skilur að vandinn er ekki auðleystur. Hún skynjar líka að til að komast í gegnum erfiðleikana þarf ríkis- stjórnin að taka margar óvinsælar ákvarðanir – lækka laun, hækka skatta og skerða þjónustu. Þetta eru langflestir tilbúnir að leggja á sig svo lengi sem sanngirnis og jafnræðis er gætt. Hlutirnir hafa hins vegar gengið of hægt og tekið of langan tíma og á meðan hafa fyrirtæki og heimili beðið milli vonar og ótta. Og það eru einmitt þessar kringumstæður – bið í óvissu og öryggisleysi vikum og mán- uðum saman – sem fara verst með þjóðina. Flestir landsmenn fá það á tilfinninguna að ekkert sé verið að gera – að enginn beri hag þeirra fyrir brjósti. Afleiðingin verður sú að margir missa móðinn – gefast hreinlega upp. Við þessar aðstæður er hrópað eftir leiðtoga og leiðsögn. Lands- menn vilja fá vissu fyrir því að verið sé að vinna í þeirra málum, leysa þeirra vandamál – að einhver hafi stjórn á atburðarásinni. Þessu verður ríkisstjórnin að átta sig á. Ef hún ætlar að leiða þjóð- ina í gegnum þessa erfiðleika og fylkja sem flestum á bak við sig verður hún að vera í nánu sambandi við þjóðina – sannfæra hana um að hún ráði við ástandið. Tímaskortur og vinnuálag geta aldrei verið afsökun fyrir að van- rækja sitt fólk. Landsmenn hungrar í upplýsingar þannig að þeir geti áttað sig á stöðunni – gert áætlanir um hvernig þeir geti best unnið sig upp úr núverandi ástandi. Ef hlutirnir taka lengri tíma en ráð var fyrir gert þá verður ríkisstjórnin að útskýra það fyrir þjóðinni – að setja ný tímamörk þannig að þjóðin fá nýjan viðmið- unarpunkt. Ríkisstjórnin getur ekki lokað sig af á meðan málin eru í vinnslu og skilið alla í lausu lofti á meðan. Við þessar aðstæður þarf ríkisstjórnin að vera beintengd við þjóðina – atvinnulífið og heimilin sætta sig aldrei við annað. Ríkisstjórnin getur ekki lokað sig af. Að tala við þjóðina MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR UMRÆÐAN Örlygur Hnefill Jónsson skrifar um álver Þingeyingar hafa nú um nokk-urra ára skeið unnið að atvinnuuppbyggingu í samvinnu við Alcoa og stjórnvöld. Hófst þessi vinna í tíð meirihluta vinstrimanna í Húsavíkurlistan- um sem voru við völd í bæjar- stjórn Húsavíkur frá 1998 til 2006. Verkefni þetta getur gefið af sér yfir 1.000 ný störf, sem mikil þörf er fyrir á þeim erfiðleikatím- um sem nú eru. Verkefni þetta mun styrkja byggð í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og snúa þannig við þeirri fólksfækkun sem orðið hefur á undanförn- um árum. Þá skiptir það miklu fyrir allar fjöl- skyldur þessa lands að aflað sé gjaldeyristekna til að taka af þau miklu og vondu högg sem þegn- arnir hafa orðið fyrir. Það verður gert með því að nýta þær miklu orkuauðlindir Þingeyjarsýslu sem varlega áætlað eru yfir 600 MW, samkvæmt svari þáverandi iðnaðarráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 2004. Þannig fær þjóðin gjaldeyri og tekjur sem nýt- ast til að verja heilbrigðis-, velferðar- og mennta- kerfi landsins. Þannig fær þjóðin gjaldeyri og tekjur til þess að snúa við fólksflótta úr landinu. Þannig fær þjóðin dýrmætan gjaldeyri og tekjur til að styrkja krónuna og vinda ofan af þeim rang- indum sem fjölskyldur hafa þurft að líða með gengistryggð lán og verðtryggð til frumþarfa eins og húsnæðiskaupa. Þannig er hægt að endurreisa bygginga-, verkfræði- og tækniiðnað í landinu með nýjum verkefnum. Þannig fá atvinnulausar fjölskyldur í höfuðborginni og á landsbyggðinni vinnu og tekjur til framfærslu barna og buru. Þannig fær þjóðin vopn til að snúa vörn í sókn á því augnabliki þegar engan tíma má missa. Þess vegna treystum við velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms til góðra verka í þágu þjóðar. Höfundur er formaður Skógræktarfélags Reyk- hverfinga og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Af góðum landmæðrum og -feðrum ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON ÞRÁINN BERTELSSON Í DAG | Ísland og framtíðinTímaskortur og vinnuálag geta aldrei verið afsökun fyrir að vanrækja sitt fólk. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Sími: 4 600 700 Glerárgötu 28 600 Akureyri www.asprent.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.