Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 24
24 25. september 2009 FÖSTUDAGUR
UMRÆÐAN
Thijs Peters skrifar um Icesave
Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja
kröfur og fyrirvara Alþingis vegna
Icesave-samkomulagsins sem svo
er kallað.
Nokkurrar óánægju gætti meðal
hollenskra stjórnmálamanna þegar
fréttist af fyrirvörum þeim sem
Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á
lánum vegna Icesave-samkomu-
lagsins. Það kom þeim svo sem ekki
á óvart að Alþingi vildi breytingar
á upphaflegu samkomulagi, enda
vitað að Ísland ætti í miklum efna-
hagslegum þrengingum. Það var
form samskiptanna sem kallaði
fram óánægju. Það var eins og
Alþingi segði við
Hollendinga:
„Við endur-
greiðum ekki
l á n i ð n e m a
að samþykkt-
u m gef nu m
skilmálum. Þið
getið valið um að
fá það sem ykkur
er boðið eða að fá
ekki neitt.“
Þetta er rétt eins og húseigandi
ákveði hvað honum finnist sann-
gjarnt að borga í afborganir af
lánum sínum án þess að ræða það
við bankann sem veitti lánið.
Skilmálar Alþingis eða „óskir“,
svo notað sé orðfæri hollenska fjár-
málaráðuneytisins, breyta upphaf-
lega samkomulaginu sáralítið. Þar
er þó eitt atriði ásteytingar steinn.
Samkvæmt skilmálum Alþingis mun
Ísland endurgreiða 1,3 milljarða
evra á tímabilinu 2016 til 2024. En
vegna þess að Alþingi hefur tengt
hámark árlegrar endurgreiðslu við
hagvöxt er möguleiki á að einhver
hluti skuldarinnar verði ógreiddur
árið 2024. Mér skilst að þessi mögu-
leiki sé ekki stórvægilegur.
Styrkist gengi krónunnar og verði
hagvöxtur á Íslandi í takt við spár
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun
Ísland hafa borgað upp skuld sína
við hollensk stjórnvöld á árinu 2024.
En hér er um grundvallaratriði að
ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu
löndum heims, ekki endurgreiða
lán, hvernig getum við ætlast til
þess að önnur lönd, miklu fátækari,
endurgreiði sín lán?
Hollensk stjórnvöld hafa þegar
sýnt mikinn vilja til að breyta upp-
haflegu samkomulagi þannig að
dregið verði úr þrengingum Íslend-
inga. Ef það þýðir lengri endur-
greiðslutíma en þegar hefur verið
rætt um þá er það í góðu lagi. En það
verður þó erfitt að víkja frá því sem
einn af þingmönnum á hollenska
þinginu sagði: „Þeir verða að borga
alla upphæðina með vöxtum.“
Það er að sjálfsögðu langt í frá
auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta
sig við að greiða skuldir sem einka-
reknir bankar stofnuðu til. En það
er ekki bara almenningur á Íslandi
sem þarf að sætta sig við þau örlög.
Sama á við um breskan og hollensk-
an almenning sem einnig þarf að
borga stórar fúlgur vegna mistaka
breskra og hollenskra banka. Og
það er rétt að halda því til haga að
hollenskir skattgreiðendur munu
borga hluta af reikningnum vegna
Icesave. Þeir leggja fram greiðslur
vegna innistæðna sem voru tryggð-
ar umfram 20.887 evrur á hverjum
reikningi.
Komi í ljós í framtíðinni að
endurgreiðslurnar vegna Icesave-
samkomulagsins séu Íslandi of
þungbærar verður fundin viðunandi
lausn. En enn er allt of snemmt, séð
frá hollenskum sjónarhól, að ræða
um að fella niður hluta af þessari
skuld.
Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem
er leiðandi vefrit á sviði viðskipta-
frétta í Hollandi og hluti af E24
International.
Fyrirvarar við Icesave-samning frá sjónarhóli hollensks borgara
THIJS PETERS
UMRÆÐAN
Steinunn Rögnvaldsdóttir
skrifar um stjórnmál
Þátttaka Vinstri grænna í ríkis-stjórn er mörkuð af risavöxnum
verkefnum endurreisnar Íslands.
Verkefnin eru
mörg og erfið
og ýmsum þykir
ekki nóg að gert.
Mig langar að
fagna allri mál-
efnalegri gagn-
rýni á verk VG
í ríkisstjórn, og
öllum raunhæf-
um t i l lögum
um hvernig við
getum staðið okkur betur við að
endurreisa Ísland í anda velferðar,
sjálfbærni og jafnréttis.
Það er hins vegar ómálefnalegt
að halda því fram, eins og sumir
gera, að það sé núverandi stjórn-
völdum að kenna að hér sé erf-
itt efnahagsástand. Vinstri græn
gagnrýndu stjórnvöld árum saman
í aðdraganda hrunsins, en komu
ekki nálægt þeim ákvörðunum
sem leiddu til hrunsins. Það er
staðreynd að hægrimenn stjórn-
uðu landinu og þar með ákvörðun-
um í efnahagslífinu, í átján ár fyrir
hrunið. Þá töldu frjálshyggjumenn
sig vera að sigla Titanic á sjó efna-
hagslífsins, og gerðu ekki ráð fyrir
að það væri nein alvöru þörf fyrir
björgunarbáta. Það gerir að sjálf-
sögðu björgunarstarfið núna erfið-
ara. Slys af þessari stærðargráðu
verður aldrei sársaukalaust, sama
hversu heitt við þráum að koma
öllum heilum heim.
Það sem léttir mína lund þó að
ástandið sé erfitt eru áfangar eins
og t.d. þegar grunnframfærsla
námsmanna er hækkuð um 20%,
þegar keppt er um leyfi til strand-
veiða, þegar vændiskaup – ein birt-
ingarmynd kynferðisofbeldis – eru
gerð ólögleg, þegar hafinn er undir-
búningur að stækkun friðlandsins í
Þjórsárverum og þegar ríkisstjórnin
samþykkir að hefja gerð áætlunar
um sjálfbærar samgöngur.
Það má vera að VG standi sig
ekki alltaf nógu vel. En stjórnmála-
afl er ekki sjálfstýrð vél, heldur
fólkið sem myndar aflið. Ef við vilj-
um hafa áhrif á stefnu flokksins, þá
verðum við að berjast fyrir þeim
innan flokksins. Ekki gefast upp og
setjast í sófann. Við breytum engu
þannig. Við þurfum að taka slaginn,
gagnrýna samflokksmenn okkar,
benda á betri leiðir og bjóðast til að
hjálpa þeim sem vilja byggja betra
samfélag.
Höfundur er formaður Ungra
Vinstri grænna.
Að byggja
betra sam-
félag
STEINUNN
RÖGNVALDSDÓTTIR
Vísindavaka
2009
Allir velkomnir. Láttu sjá þig!vísindamenn.
Stefnumót við
Vísindavaka er árlegur viðburður þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindamenn sem stunda
rannsóknir í hinum ýmsu vísindagreinum og kynnast viðfangsefnum þeirra. Öll fjölskyldan fi nnur eitthvað
við sitt hæfi á Vísindavöku.
www.rannis.is/visindavaka
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Menntamálaráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Í dag!