Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 25

Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 25
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 MÁLÞING UM BRJÓSTAGJÖF verður haldið í Mími, Skeifunni 8, laugardaginn 26. september. Málþingið er haldið á vegum brjóstagjafavikunnar á Íslandi. Málþingið stendur frá 11 til 14.15, er öllum opið og er þátttaka gjald- frjáls. www.brjostagjafavika.org Nánar tiltekið var það í gær, hinn 24. september, sem fyrsti Guinn- ess-bjórinn var framleiddur en það var á Írlandi, nánar tiltekið í Dublin sem lögurinn var fyrst framreiddur. Hérlendis sem og annars staðar í heiminum er haldið upp á afmælið með pomp og prakt. Þannig hafa fjölmargir barir og kaffihús haft einhvers konar Guinnes-þema nú í septem- ber. Í gær heilgrilluðu landsliðs- kokkar lambalæri á Austurvelli með Guinness-maríneringu en einnig hafa sömu kokkar sett saman uppskriftir þar sem bjór- inn er notaður. Má þar nefna majónes, fiskiuppskriftir og jafn- vel ísuppskrift með Guinness- skvettu. Einn landsliðskokkanna, Þrá- inn Vigfússon, hefur þróað lamba- kjöts uppskrift úr hryggvöðva með íslensku rótargrænmeti, blóm- kálsmús og auðvitað bjórnum svarta. Hann matreiddi dýrindis rétt fyrir Fréttablaðið en Þráinn er einnig starfandi kokkur á Grill- inu. juliam@frettabladid.is Lamb með Guinness-bjór 250 ár eru liðin frá því að Arthur Guinness hóf framleiðslu á Guinness-bjór. Haldið er upp á afmælið hér- lendis með ýmsum uppákomum en Þráinn Vigfússon landsliðskokkur setti saman uppskrift af tilefninu. Blómkálsmauk og íslenskt rótargrænmeti passa að sögn Þráins Vigfússonar afar vel með lambakjötsuppskriftinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 stk. lambahryggur, úrbeinaður og hreinsaður 1 stk. skalottlaukur, fínt skorinn 1/2 engiferrót, fínt skorin 1 stk. hvítlauksgeiri, fínt saxaður 400 ml Guinness-bjór 300 ml soð (nautakraftur góður) 50 g púðursykur olía salt pipar Útbúið gljáann með því að mýkja laukinn og engiferrótina í olíu í potti. Bætið bjórnum út í og sjóðið niður. Þá er soðinu bætt út í og aftur soðið niður. Smakkið til með púðursykri og salti. Takið kjötið, piprið og saltið og steikið á pönnu á hvorri hlið í tvær mínútur. Hjúpið vöðvann með bjórgljáanum og steikið í 20 sek. á hvorri hlið. Setjið kjötið á fat og í ofn 180° C í 4 mín. Blómkálsmauk 1 blómkálshaus 400 ml vatn 150 ml rjómi salt sítrónusafi Blómkálið er skorið í litla bita og soðið í vatninu þar til það er mjúkt viðkomu. Takið það þá upp úr vatninu og maukið í matvinnsluvél. Sjóðið rjómann niður um helming og bætið út í blómkálið. Smakkað til með salti og sítrónusafa. Íslenskt rótargrænmeti 1 stk. gulrót 1 stk. sellerírót 1/2 stk. rófa 1/2 stk. hnúðkál vatn, smjör salt og sykur Skrælið grænmetið, skerið það niður í bita eftir smekk og sjóðið í salt- vatni í fjórar til sex mínútur. Sigtið og setjið á heita pönnu ásamt 70 ml af vatni og og 40 g af smjöri. Saltið og sykrið eftir smekk og sjóðið niður þar til grænmetið er gljáð. LAMBAHRYGGVÖÐVI með Guinness-gljáa FYRIR 4 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t 6.990 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía. Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr. Sjá nánar á perlan.is. · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.