Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 28

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 28
2 föstudagur 25. september núna ✽ hönnun og list augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 FYRIRSÆTAN HEIDI KLUM Mætti kasólétt í fallegum skósíðum kjól á Emmy-verðlaunahátíðina sem haldin var í Nokia-leikhúsinu í Los Angeles. Mannmörg ráðstefna um skapandi greinar Ráðstefnan You Are in Control fór á miðvikudag og fimmtudag en hún fjallaði um stafræna þróun í skapandi greinum. Á ráðstefn- unni komu fram margir þekktir fyrirlesarar frá stórfyrirtækjum utan úr heimi. Auk þeirra voru á staðn- um Íslendingar eins og Sigurjón Sighvatsson og Einar Örn Benedikts- son. Fjöldi manns sótti ráðstefnuna og meðal þeirra mátti sjá mörg þekkt andlit, þar á meðal Ólöfu Arn- alds, Pétur Ben, Óttar Proppé, Hugrúnu í Kron, Gylfa Blöndal og Katrínu Pét- ursdóttur. Í hópi frægra Sara María Júlíudóttir var gestur á Kerrang- hátíðinni. Fatahönnuður- inn Sara María Júlíusdóttir, kennd við Nakta apann, sótti tónlistar- hátíðina Kerr- ang Awards í Bretlandi til að kynna nýja fatalínu sína. Tónlistar- hátíðin er ein sú stærsta sem hald- in er á Bretlandi og á meðal þeirra hljómsveita sem sóttu hátíðina í ár má nefna Prodigy, Slipknot, Limp Bizkit og Metallica. Því er óhætt að segja að Sara María hafi verið í hópi góðra manna meðan á verð- launaafhendingunum stóð. þetta HELST SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Það er allt að gerast í Gallerí Crymo, Laugavegi 41a um helgina, á föstudagskvöld er opnun hjá rauðhærða snillingnum Ragnhildi Jóhanns, eftir opnun verður dansað og barist við Bakkus á Bakkus. Á laugardagskvöd er útgáfupartí smásögusafns Ritlistar, Hestar eru tvö ár að gleyma, og svo fer sunnudagskvöldið í að kynnast Neil Young betur á kvikmyndahátíð. É g er bara rosalega ánægð að fá að vera vera með,“ segir teiknarinn Signý Kol- beinsdóttir, en verk eftir hana er að finna í tveimur nýútkomnum listabókum sem seld- ar eru um allan heim. Annars vegar er um að ræða The Big Book of Contemporary Illustrat- ions sem Ananova Books gefur út. Í þeirri bók eru tekin saman verk ungra teiknara og listamanna víðs vegar að úr heimin- um. Hins vegar er um að ræða þriðju út- gáfu Illustration Now! sem gefin er út af hinni virtu bókaútgáfu Taschen. Í þeirri bók hefur verkum 150 fremstu og „mest spenn- andi“ teiknara heims verið safnað saman. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Signý hefur verið valin í slíkan hóp en hún átti meðal ann- ars síðu í Crackpot-dagatalinu sem Gestalten Verlag gefur út, bæði fyrir árið 2009 og 2010. Í því eru 52 teikningar eftir hönnuði víðs vegar að úr heiminum, ein fyrir hverja viku. Karakterarnir sem Signý skapar eru krúttleg- ir og sætir, í anda japanskra íkona á borð við Hello Kitty, en á sama tíma dálítið dimmir og dul- arfullir. Signý sjálf er ný- búin að uppgötva hvaðan þau áhrif koma. „Ég fann þýska vinkonu mína á Facebook um dag- inn, en ég ólst upp í Þýska- landi. Hún var svo hissa þegar hún sá verkin mín, sem henni fannst passa svo vel við hvernig ég var þegar ég var lítil. Henni fannst ég alltaf eiga flottasta dótið; fullt af mons- um, Hello Kitty og Barba- pabba. Þegar ég fór að hugsa út í þetta sá ég að þetta var alveg rétt hjá henni. Mynd- irnar mínar eru einhvers konar blanda af þessu öllu, með örlítið dimmari hlið. Svo kannski situr þetta bara í mér frá því í æsku.“ Signý vill að listin sé skemmtileg og tekur hana ekki of alvarlega. Þá tilfinningu rekur hún líka aftur til æskunnar. „Þegar ég var lítil dró mamma mín mig með sér á hverja listasýn- inguna á fætur annarri. Mér leiddist oft alveg hræðilega og ég var aldrei ánægðari en þegar eitthvað á sýningunni höfðaði til mín. Þess vegna vil ég að verkin mín séu skemmtileg, fyrir alla, ekki bara einhvern útvalinn hóp.“ - hhs Verk eftir teiknarann Signýju Kolbeinsdóttur í tveimur alþjóðlegum listabókum: MEÐAL MEST SPENN- ANDI TEIKNARA HEIMS Forsíðan Þriðja bindi Illustration Now! er nýkomið út. Þar er Signý Kolbeinsdóttir í hópi mest spenn- andi teiknara heims, samkvæmt lýsingu bókarinnar. MYND/TASCHEN Skemmtir sér og öðrum Signý Kolbeinsdóttir vill hafa gaman af listinni og tekur hana ekki of alvar- lega. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM helgin MÍN Kria Jewelry, skartgripalína eftir Jóhönnu Methúsal- emsdóttur, hönnuð í New York, er nú fáanleg í Aurum í Bankastræti 4. Hingað til hafa skartgripirnir ekki verið til sölu á Íslandi. „Jó- hanna var hérna í sumar að þreifa fyrir sér í fyrsta skipti á Íslandsmarkaði. Svo skemmtilega vildi til að við vorum á sama tíma að leita að íslenskum hönnuði, sem er að stíga sín fyrstu skref, til að fara í samstarf við. Svo við fundum hvor aðra og smullum saman,“ segir Helga G. Friðriksdóttir, verk- efna- og markaðsstjóri hjá Aurum, hæstánægð með nýtilkomið samstarfið. Hingað til hefur Aurum að mestu selt skartgripi eig- anda verslunarinnar, Guð- bjargar Ingvarsdóttur, gullsmiðs og hönnuðar, en tímabundið tekið inn skartgripi erlendra hönnuða. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að leggja frekari áherslu á íslenska hönnuði og er samstarfið við Jóhönnu fyrsta skrefið í þá átt. - hhs Skart Jóhönnu Methúsalemsdóttur komið til Íslands: Kría seld í Aurum LÚR - BETRI HVÍLD www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Frábært úrval sófa og hvíldarstóla Kria Jewelry Skartgripalína Jóhönnu Methúsal- emsdóttur byggir á kríubeinum og trjágreinum. MYND/KRIA JEWELRY Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.