Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 28
2 föstudagur 25. september núna ✽ hönnun og list augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 FYRIRSÆTAN HEIDI KLUM Mætti kasólétt í fallegum skósíðum kjól á Emmy-verðlaunahátíðina sem haldin var í Nokia-leikhúsinu í Los Angeles. Mannmörg ráðstefna um skapandi greinar Ráðstefnan You Are in Control fór á miðvikudag og fimmtudag en hún fjallaði um stafræna þróun í skapandi greinum. Á ráðstefn- unni komu fram margir þekktir fyrirlesarar frá stórfyrirtækjum utan úr heimi. Auk þeirra voru á staðn- um Íslendingar eins og Sigurjón Sighvatsson og Einar Örn Benedikts- son. Fjöldi manns sótti ráðstefnuna og meðal þeirra mátti sjá mörg þekkt andlit, þar á meðal Ólöfu Arn- alds, Pétur Ben, Óttar Proppé, Hugrúnu í Kron, Gylfa Blöndal og Katrínu Pét- ursdóttur. Í hópi frægra Sara María Júlíudóttir var gestur á Kerrang- hátíðinni. Fatahönnuður- inn Sara María Júlíusdóttir, kennd við Nakta apann, sótti tónlistar- hátíðina Kerr- ang Awards í Bretlandi til að kynna nýja fatalínu sína. Tónlistar- hátíðin er ein sú stærsta sem hald- in er á Bretlandi og á meðal þeirra hljómsveita sem sóttu hátíðina í ár má nefna Prodigy, Slipknot, Limp Bizkit og Metallica. Því er óhætt að segja að Sara María hafi verið í hópi góðra manna meðan á verð- launaafhendingunum stóð. þetta HELST SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR MYNDLISTARKONA Það er allt að gerast í Gallerí Crymo, Laugavegi 41a um helgina, á föstudagskvöld er opnun hjá rauðhærða snillingnum Ragnhildi Jóhanns, eftir opnun verður dansað og barist við Bakkus á Bakkus. Á laugardagskvöd er útgáfupartí smásögusafns Ritlistar, Hestar eru tvö ár að gleyma, og svo fer sunnudagskvöldið í að kynnast Neil Young betur á kvikmyndahátíð. É g er bara rosalega ánægð að fá að vera vera með,“ segir teiknarinn Signý Kol- beinsdóttir, en verk eftir hana er að finna í tveimur nýútkomnum listabókum sem seld- ar eru um allan heim. Annars vegar er um að ræða The Big Book of Contemporary Illustrat- ions sem Ananova Books gefur út. Í þeirri bók eru tekin saman verk ungra teiknara og listamanna víðs vegar að úr heimin- um. Hins vegar er um að ræða þriðju út- gáfu Illustration Now! sem gefin er út af hinni virtu bókaútgáfu Taschen. Í þeirri bók hefur verkum 150 fremstu og „mest spenn- andi“ teiknara heims verið safnað saman. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Signý hefur verið valin í slíkan hóp en hún átti meðal ann- ars síðu í Crackpot-dagatalinu sem Gestalten Verlag gefur út, bæði fyrir árið 2009 og 2010. Í því eru 52 teikningar eftir hönnuði víðs vegar að úr heiminum, ein fyrir hverja viku. Karakterarnir sem Signý skapar eru krúttleg- ir og sætir, í anda japanskra íkona á borð við Hello Kitty, en á sama tíma dálítið dimmir og dul- arfullir. Signý sjálf er ný- búin að uppgötva hvaðan þau áhrif koma. „Ég fann þýska vinkonu mína á Facebook um dag- inn, en ég ólst upp í Þýska- landi. Hún var svo hissa þegar hún sá verkin mín, sem henni fannst passa svo vel við hvernig ég var þegar ég var lítil. Henni fannst ég alltaf eiga flottasta dótið; fullt af mons- um, Hello Kitty og Barba- pabba. Þegar ég fór að hugsa út í þetta sá ég að þetta var alveg rétt hjá henni. Mynd- irnar mínar eru einhvers konar blanda af þessu öllu, með örlítið dimmari hlið. Svo kannski situr þetta bara í mér frá því í æsku.“ Signý vill að listin sé skemmtileg og tekur hana ekki of alvarlega. Þá tilfinningu rekur hún líka aftur til æskunnar. „Þegar ég var lítil dró mamma mín mig með sér á hverja listasýn- inguna á fætur annarri. Mér leiddist oft alveg hræðilega og ég var aldrei ánægðari en þegar eitthvað á sýningunni höfðaði til mín. Þess vegna vil ég að verkin mín séu skemmtileg, fyrir alla, ekki bara einhvern útvalinn hóp.“ - hhs Verk eftir teiknarann Signýju Kolbeinsdóttur í tveimur alþjóðlegum listabókum: MEÐAL MEST SPENN- ANDI TEIKNARA HEIMS Forsíðan Þriðja bindi Illustration Now! er nýkomið út. Þar er Signý Kolbeinsdóttir í hópi mest spenn- andi teiknara heims, samkvæmt lýsingu bókarinnar. MYND/TASCHEN Skemmtir sér og öðrum Signý Kolbeinsdóttir vill hafa gaman af listinni og tekur hana ekki of alvar- lega. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM helgin MÍN Kria Jewelry, skartgripalína eftir Jóhönnu Methúsal- emsdóttur, hönnuð í New York, er nú fáanleg í Aurum í Bankastræti 4. Hingað til hafa skartgripirnir ekki verið til sölu á Íslandi. „Jó- hanna var hérna í sumar að þreifa fyrir sér í fyrsta skipti á Íslandsmarkaði. Svo skemmtilega vildi til að við vorum á sama tíma að leita að íslenskum hönnuði, sem er að stíga sín fyrstu skref, til að fara í samstarf við. Svo við fundum hvor aðra og smullum saman,“ segir Helga G. Friðriksdóttir, verk- efna- og markaðsstjóri hjá Aurum, hæstánægð með nýtilkomið samstarfið. Hingað til hefur Aurum að mestu selt skartgripi eig- anda verslunarinnar, Guð- bjargar Ingvarsdóttur, gullsmiðs og hönnuðar, en tímabundið tekið inn skartgripi erlendra hönnuða. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að leggja frekari áherslu á íslenska hönnuði og er samstarfið við Jóhönnu fyrsta skrefið í þá átt. - hhs Skart Jóhönnu Methúsalemsdóttur komið til Íslands: Kría seld í Aurum LÚR - BETRI HVÍLD www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Frábært úrval sófa og hvíldarstóla Kria Jewelry Skartgripalína Jóhönnu Methúsal- emsdóttur byggir á kríubeinum og trjágreinum. MYND/KRIA JEWELRY Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.