Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 34

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 34
4 • Magnús Ásgeirsson er fyrsti tvífari fræga fólksins hér í POPP. Vinir hans sendu okkur mynd af honum, en þeim hefur alltaf fundist hann líkjast leikaranum Neil Patrick Harris, sem túlkar graðfolann Barney Stinson í þáttunum How I Met Your Mother. Átt þú vin sem líkist einhverjum frægum? Er bróðir þinn alveg eins og Nicolas Cage eða er besta vinkona þín sláandi lík Katy Perry? Sendu okkur mynd á popp@frettabladid. is eða sms í síma 696 POPP (696 7677) og hún gæti birst í næsta tölublaði. TVÍFARAR FRÆGA FÓLKSINS MAGNÚS ÁSGEIRSSON BARNEY STINSON „Það eru nokkur ár síðan ég fékk þessa hugmynd fyrst. Ég var að ræða við finnskan félaga minn um hversu svekktur ég væri yfir því að Ísland væri ekki hluti af Skandinavíu og ákvað í kjölfarið að stofna mína eigin „avíu“,“ segir Björgvin Gunnars- son, sem stofnaði Fésbókarhóp tileinkaðan hinu nýja landssvæði Koolinaviu. „Koolinavia er hópur fyrir þau Norðurlönd sem eru ekki með í Skandinavíu. Nafnið ákvað ég vegna þess að fólkið sem býr í þessum löndum er „kúl“ og vegna kalda loftlagsins. Finnskur vinur minn stakk svo upp á því að við myndum skrifa þetta með ká-i en ekki c-i af því það væri meira „kúl“.“ Björgvin, sem dagsdaglega stundar nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að öllum Íslendingum, Færeyingum, Finnum og Grænlendingum sé velkomið að ganga til liðs við hópinn en Skandinavar séu því miður óvelkomnir. „Skandinav- ar eru ágætis fólk en þeir eru engir Koolinavar og fá því ekki að vera með í þessum hópi,“ segir Björgvin að lokum og tekur fram að nái hópurinn fimm hundruð með- limum verði efnt til samkeppni þar sem hægt er að senda inn hugmyndir að fána fyrir Koolina- viu. - sm SKANDINAVAR FÁ EKKI AÐ VERA MEÐ KOOLINAVIA Björgvin Gunnarsson stofnaði nýja „aviu“ fyrir þau Norðurlönd sem eru ekki talin til Skandinavíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skráarskiptasíðum fjölgaði í byrj- un þessa árs. Síðurnar virðast þó ekki langlífar því fáir eru reiðu- búnir til að styrkja rekstur þeirra með fjárframlögum. Hin um- deilda skráarskiptasíða thevik- ingbay.org var nýlega sett aftur í loftið. Allar leiðbeiningar eru á íslensku en viðkomandi virðist hafa haft töluvert mikið fyrir því að hylja sína slóð, vefurinn var skráður með pósthólf í Reykja- vík en viðkomandi var sagður vera Phil Davids með sænskt, ótengt númer. Snæbjörn Stein- grímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndrétthafa, segir að þeir hafi klárlega orðið varir við að menn vildu nálgast ókeypis afþreyingu á netinu eftir að kreppan reið yfir Ísland því skráarskiptasíðum hafi fjölgað í upphafi þessa árs. En þeir fylgist vel með enda þyki rétthöfum ákaflega vænt um sinn rétt, nú þegar hart er í ári. „Og nú er það svo að það eru störf undir,“ segir Snæbjörn. „Menn hafa verið að reyna að fela sína slóð með því að skrá vefslóðirnar erlendis. En síðan kom gengisfellingin í bakið á þeim og þær voru fljótar að deyja út. Svo voru menn að biðja um styrki til að halda þessu gangandi en það reyndust fáir reiðubúnir til að inna einhverjar greiðslur af hendi,“ segir Snæbjörn. - fgg SKRÁARSKIPTASÍÐUM FJÖLGAR Í KREPPUNNI FYLGJAST VEL MEÐ NETINU Töluverð fjölgun á skráarskiptasíðum í upphafi þess árs. Fáir virð- ast þó reiðubúnir til að styrkja slíkar síður með fjárframlögum og því verða þær ekki langlífar. BJÖRGVIN G: STOFNAR LANDSSVÆÐI BJÖRGVIN GUNNARS- SON VAR SVEKKTUR YFIR ÞVÍ AÐ VERA EKKI HLUTI AF SKANDINAVÍU. HANN STOFNAÐI ÞVÍ EIGIÐ SVÆÐI: KOOLINAVIU, FYRIR LÖNDIN SEM ERU EKKI MEÐ. Árið 1926 kom út kvikmyndin Torrent með Gretu Garbo í aðalhlutverki. Ólögleg skráaskipti þekktust ekki þá, en myndin fjallaði um náttúru- hamfarir. Dove línan frískar og endurnærir líkamann frá hvirfli til ilja. slökunsvalandi með nú er tíminn til aðlosna við stressið • NÍU MILLJÓNIR SÁU FRUMSÝNINGUNA Fimmta þáttaröð How I Met Your Mother hófst í Bandaríkjunum síðasta mánudag. Rúmlega níu milljónir manna horfðu á þáttinn, sem fjallaði um mótþróa Barney og Robin gegn því að spjalla um samband sitt. Þá hefur Ted störf sem háskólakennari, en í örvæntingafull tilraun til að ná stjórn á nemendum sínum leysir hann úr læðingi sinn innri skíthæl – með hrikalegum afleið- ingum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.