Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 35
• 5
„Þetta gengur mjög vel og
hátíðin í ár verður án efa
alveg frábær,“ segir Einar
Ben, einn þriggja eigenda
AM-Events sem sér um skipu-
lagningu Októberfests, sem
fer fram 8.-10. október. Há-
tíðin, sem haldin er í stærðar-
innar tjaldi á túninu fyrir
framan Háskóla Íslands, hefst
með Rokkfesti á fimmtudeg-
inum, á föstudeginum verður
svo hefðbundið Októberfest
með tilheyrandi bjórþambi,
bratwurst-áti og þýskri
blásaratónlist. Á laugardeg-
inum fer fram sveitaball og
mun hljómsveitin Skítamórall
leika fyrir dansi.
„Í fyrra settum við Íslandsmet
í bjórsölu og við stefnum á að
slá það met nú í ár. Mig minnir
að við höfum selt um 12.000
stóra bjóra í fyrra, en þar sem
nemendum við Háskóla Íslands
hefur fjölgað svo mikið í ár held
ég að það ætti ekki að vera
erfitt að slá þetta met,“ segir
Einar. - sm
STEFNA Á AÐ SLÁ MET Í BJÓRSÖLU
SKIPULEGGJA BJÓRHÁTÍÐ Andri, Einar og Tindur eiga AM-Events og sjá um að skipuleggja
Októberfest sem fer fram 8.-10. október. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Gítarhetjan Slash vinnur þessa
dagana að sólóplötu og leyfir
aðdáendum sínum að fylgjast
náið með í gegnum Twitter.
Í vikunni tók hann upp með
Dave Grohl á trommum og
Duff McKagan, sem var með
honum í Guns N‘ Roses, á
bassa. „Gott að djamma með
Duff & Grohl í kvöld, lagið
er rosalegur instrúmentall,“
skrifaði krullhærði viskí-
aðdáandinn. Velvet Revolver,
núverandi hljómsveit hans, er
að leita að nýjum söngvara
og Slash hefur því haft nægan
tíma til að sinna eigin efni.
Mikill og góður hópur tón-
listarmanna hefur
litið inn í hljóð-
verið og lagt
honum lið. Má
þar nefna menn
á borð við Ozzy
Osbourne,
Chris Corn-
ell, Flea og
Iggy Pop.
Seint
verð-
ur sagt að
góðri tónlist
sé haldið að
börnum í
dagskrárlið-
um fyrir þau
í sjónvarpi.
Undantekn-
ing þar á er
þátturinn
Yo Gabba Gabba! sem sýndur
er á Nickelodeon-stöðinni
vestanhafs. Þátturinn þykir vel
heppnaður og ekki skemmir
fyrir að prýðisgóðir tónlist-
armenn koma fram í þeim.
Meðal banda og tónlistar-
manna sem hafa komið fram
í þáttunum eru the Shins, of
Montreal, the Roots, Chrom-
eo, Mark Kozelek, Biz Markie,
og I’m From Barcelona.
Trent Reznor, forsprakki
Nine Inch Nails, ætlar að
starfa með popparanum Gary
Numan sem gerði garðinn
frægan á níunda áratugnum.
Nýlega steig
Numan
á svið á
tónleikum
Nine Inch
Nails og nú
stendur til
að hann fari
í hljóðver
með Reznor
og þeir vinni saman að nýju
efni. „Þetta verða örugglega
nokkur lög til að byrja með og
við sjáum síðan hvernig þetta
gengur,“ sagði Numan.
Damon Albarn er einn þeirra
sem koma til greina sem
listrænn stjórnandi opnunar-
athafnar Ólympíuleikanna í
London 2012. Skipuleggjend-
urnir hafa
einnig rætt
við leikstjór-
ann Stephen
Daldry um
að stjórna
athöfninni.
Tilkynnt
verður á
næsta ári hver verður fyrir
valinu. Albarn hefur einhverja
reynslu af íþróttaviðburðum
sem þessum því hann ásamt
Jamie Hewlett, félaga sínum
úr Gorillaz, bjuggu til opnunar-
senuna fyrir umfjöllun BBC um
Ólympíuleikana í Peking.