Fréttablaðið - 25.09.2009, Síða 36
6 •
Upptökustjórinn
Axel Árnason hefur
unnið með hljóm-
sveitum á borð við
Jeff Who?, Mammút
og hinum ávallt
hressu Veðurguðum.
Hann opnaði nýlega
hljóðverið ReFlex og
heldur þar áfram að
stjórna upptökum
á plötum margra af
bestu hljómsveitum
landsins. Axel opn-
aði dótakassann fyrir
POPP.
„Ég hef alltaf verið mjög hrifinn
af því gamla. Ef ég hefði allan
tímann í heiminum myndi ég taka
upp á teip,“ segir upptökustjór-
inn Axel Árnason um ódauðlega
ást sína á segulbandstækninni.
Afar fátítt er að hljómsveitir
taki upp á segulband í dag. Al-
gengasti upptökubúnaðurinn
er Pro Tools, en hann er einnig
sá eini sem Axel kann eitthvað
á, að eigin sögn. Það virðist
einnig vera eina upptökufor-
ritið sem hann þarf að kunna
á, enda hefur hann unnið með
mörgum af bestu og vinsælustu
hljómsveitum landsins og pró-
dúserað margar frábærar plötur
síðustu ár.
Axel segir að inni í hljóðverinu
sé einn af bestu félögum hans
compressor-búnaðurinn. Hann
upplýsir fávísan blaðamanninn
um að compressor sé notaður til
að jafna hljóð og breyta karakt-
er þess. „Hann slær niður hljóð
sem fer yfir ákveðinn þröskuld,
en ég ræð hvernig hann gerir
það. Hversu hratt, hart, mjótt,“
segir hann.
Störf upptökustjóra eru afar
misjöfn í eðli sínu, sérstaklega á
Íslandi. Dæmi eru um að menn
mæti á staðinn, setjist við upp-
tökumixerinn, ýti á REC og bíði
svo eftir því að hljómsveitin klári.
Axel er af annarri tegund upp-
tökustjóra og tekur virkan þátt
í upptökuferlinu, skiptir sér af
lögunum og hjálpar hljómsveit-
unum jafnvel við útsetningar.
Hann segir misjafnt hvern-
ig hljómsveitir vilji haga sínum
störfum. „Ég kem hreint fram
með hvernig ég vinn,“ segir Axel.
„Flestir vita það og ráða mig á
þeim forsendum. Ég reyni að
vera trúr tónlistinni. Ég er alltaf
með mínar aðferðir og ákveðin
trix og fókus,
en mér finnst
mikilvægt að
finna rétta jakk-
ann fyrir hvert
verkefni til að
klæða það í.“
Platan The Blueprint 3 með at-
hafnamanninum Jay-Z situr nú á
toppi bandaríska Billboard listans.
Á plötunni er að finna lagið D.O.A,
eða Death of Auto-Tune. Eins og
titillinn gefur til kynna fjallar lagið
um hugbúnaðinn sem hefur tröllriðið
tónlistariðnaðinum undanfarið og
sífellt fleiri nýta til þess að brengla
röddina í stað þess að leiðrétta tón-
hæð, sem er algengasta og „rétta“
notkunin.
Samkvæmt vefsíðu New York
Times hefur sala á Auto Tune aukist
síðan lag Jay-Z kom út. „Við gætum
ekki keypt svona góða auglýsingu,“ sagði
Marco Alpert, aðstoðarmarkaðsstjóri Antares,
sem framleiðir Auto-Tune. Hann vildi ekki fara
út í nákvæmar sölutölur, en tók fram að aukn-
ingin
væri talsverð. „Ég held að
Jay-Z hafi séð Auto-Tune
notað í auglýsingu skyndi-
bitastaðarins Wendys
– það var kornið sem fyllti
mælinn.“
Marco segist ekkert
skipta sér að því hvernig
fólk noti hugbúnaðinn. „Þetta er tól sem er
notað af folki sem kaupir það,“ segir hann. „Við
erum ánægðir með að neytendurnir finni ný
not fyrir það.“
SETUR TÓNLISTINA
Í RÉTTA JAKKANN
FLOTTUR JAKKI Upptökustjórinn Axel „Flex Árnason opnar stúdíó á Hólmaslóð 4.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
POPPGÚRÚIÐ: AXEL „FLEX“ ÁRNASON ER HRIFINN AF ÞVÍ GAMLA
JAY-Z VILDI DREPA AUTO-TUNE
MISHEPPNUÐ MORÐ-
TILRAUN JÓK SÖLU
DÓTAKASSINN
Pro Tools, Universal
Audio DSP card, Com-
pressor 1176, MIDI contr-
oller, Peluso hljóðnemar,
Yamaha NS10.
NÝJA GRÆJAN
Fatso er viðbót (plug-
in) við Universal Audio
sem Axel segir að hljómi
gríðarlega vel. „Ég er
rétt að byrja að kynnast
því,“ segir hann. „Fatso er
compressor/tape-simulat-
or. Hann getur bæði
compressað og svo eru
tape simulator pælingar.“
Eins og skýringin gefur til
kynna, þá líkir Fatso eftir
segulbandsupptöku – sem
Axel er einmitt mjög hrif-
inn af.
PLÖTUR SEM AXEL
PRÓDÚSERAÐI
NÝLEGA:
Jeff Who? – Jeff Who?
Mammút – Karkari
Ingó & Veðurguðirnir
– Góðar stundir
Lada Sport – Time and
Time Again
PLÖTUR SEM AXEL
VINNUR AÐ ÁSAMT
HLJÓMSVEITUNUM:
Hoffmann – Your Secrets
Is Safe With Us
Morðingjarnir – Flóttinn
mikli