Fréttablaðið - 25.09.2009, Síða 37
• 7
Tónastöðin er með meiriháttar úrval
magnara í öllum stærðum og gerðum
frá heimsþekktum framleiðendum!
Hjá okkur færðu faglega þjónustu,
byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
gerðu tónlist á makkann þinn
Í fremstu röð í framleiðslu á hljóðversbúnaði.
nýtt í Tónastö
ðinni
FINGRAÐU
ÞIG ÁFRAM
MP3-spilarar hafa þróast hratt síðan Apple
kynnti iPod til sögunnar í október 2001.
Áður fyrr réðu spilararnir aðeins við að
geyma og spila tónlist, en í dag eru þeir
orðnir að litlum tölvum sem spila
myndbönd, vafra um netið og
taka við tölvupósti ásamt
því að spila tónlist að
sjálfsögðu. Flottustu
spilararnir eru komnir
með snertiskjá í þokkabót
og POPP kynnti sér
fjóra slíka.
SPILA
RARN
IR
ERU Í
RAUN
STÆR
Ð!
GRÆJUR: MP3-SPILARAR
ZUNE HD
frá Microsoft
Fáránlega flottur spilari. Kemst
á netið í gegnum Wi-Fi, eins og
fartölvan þín og rafhlaðan er
sögð endast í 33 klukkutíma í
tónlistarspilun og átta og hálf-
an tíma í myndbandaspilun.
Stærð: 52,7x102,1x8,9 mm
Þyngd: 74 g
Snertiskjár: 3,3“, 16:9
Geymsla: 16 og 32 GB
Tengingar: USB, Wi-Fi og
HDMI.
ZEN X-FI 2
frá Creative
Svolítið að reyna að líta út
eins og iPod. Kemst ekki
á netið nema með hjálp
fartölvu eða síma. Rafhlað-
an ætti að endast í allt 25
klukkara í tónlistarspilun og
fimm í myndbandaspilun.
Stærð: 57x102x11,6 mm
Þyngd: 75 g
Snertiskjár: 3“
Geymsla: 8, 16 og 32 GB
Tengingar: USB
X SERIES WALK-
MAN frá Sony
Smekklega hannaður og
töff. Kemst á netið og raf-
hlaðan á að endast vel, eða í
33 tíma í tónlistarspilun og í
níu tíma í myndbandaspilun.
Stærð: 54,1x98x9,6 mm
Þyngd: 99 g
Snertiskjár: 3“
Geymsla: 16 og 32 GB
Tengingar: Wi-Fi, USB
IPOD TOUCH frá Apple
Með fullri virðingu fyrir hinum spilur-
unum, þá er iPod kóngurinn. Stærsti
skjárinn, mesta geymslumagnið og í
raun tölva sem kemst í vasann þinn.
Stærð: 61,8x110x8 mm
Þyngd: 115 g
Snertiskjár: 3,5“
Geymsla: 32 og 64 GB
Tengingar: Wi-Fi, Bluetooth, USB
Fyrsti MP3-spilarinn
hét MPMan F10. Kór-
eski framleiðandinn
Saehan sendi spilarann
frá sér í mars 1998 og
verðið var 250 dollar-
ar. Spilarinn var með
32 MB minni og gat
geymt allt að átta lög.
SKÝRINGAR
32 GB: sirka 7.000 lög.
Wi-Fi: Samskonar þráðlaus tenging
við netið og fartölvur bjóða upp á.