Fréttablaðið - 25.09.2009, Síða 44
10 •
TEXTI: Dr. Gunni
MYND: Valgarður Gíslason
Strákarnir í Cliff Clavin nefna
bandið eftir lúðalega póstinum
í Staupasteini. „Það er krefjandi
verkefni að gera þetta nafn kúl,“
segja þeir. Strákarnir eru fæddir
1987, nema bassaleikarinn Þórólf-
ur („Tótó“) sem er fæddur 1989
og fær að heyra það. Hinir heita
Fannar (gítar), Arnar (trommur)
og Bjarni sem syngur og spilar
á gítar. Bjarni er bróðir Kristós,
söngvara Lights on the highway.
Tveir þeir síðastnefndu tala mest.
Hinir segja eiginlega ekki neitt.
Bandið er frá Garðabæ og byrj-
aði 2005.
Arnar: „Garðabær er flottur
bær. Það er allavega nóg af pen-
ingum þar. Það er talað um að
þetta sé best stæða bæjarfélagið
á landinu. Miðað við höfðatölu
allavega.“
Eru engin hverfi sem eru tóm?
Bara ljósastaurar og malbik?
Fannar: „Jú, jú, það er fullt af
þeim. Helmingurinn af Arnarnes-
heiðinni er til dæmis tómur.“
Eruð þið þjóðernissinnaðir
Garðbæingar?
Bjarni: „Nei, ekki við. En vina-
hópur okkar er með „210“ flúrað
á innanverða vörina. Heill hópur
ungra manna.“
Arnar: „Two One O. Það er
eitthvert gettógrín.“
Sjáðu bara William Hung
Hver er svo draumurinn? Að
komast í burtu frá Garðabæ?
Arnar: „Niður á Laugaveg,
meinarðu?
Bjarni: „Draumurinn er bara
að ná að vera starfandi sem
hljómsveit og gera eitthvað
skemmtilegt. Fara út að spila
og spila á fullu hér.“
Hvað eruð þið að gera núna?
Ég meina, að vinna?
Bjarni: „Ég vinn í Tónastöðinni.
Arnar er í skóla.“
Tóti: „Ég er í bæjarvinnunni í
Garðabæ.“
Fannar: „Og ég er að vinna
hjá Hreinsitækni.“
Og þið viljið eðlilega sleppa
frá þessu öllu og sinna rokkinu
fúlltæm?
Bjarni: „Auðvitað. Algjörlega.
Er það ekki markmið allra hljóm-
sveita?“
Arnar: „Þetta er spurning um
mikla vinnu og mikla heppni. Að
„meikaða“ er nánast eins og að
vinna í lottóinu. Og svo að hafa
trú á sér. Sjáðu bara William
Hung í Idolinu.“
Bjarni: „Það er núna eða aldrei
held ég. Maður er ekkert að fara
á einhvern skítatúr um Bretland
þegar maður er fimmtugur.“
Já, einmitt. Þið farið ekki að
túra komnir með konu og barn.
Eða hvað, eruð þið með svo-
leiðis?
Arnar: „Nei, ekki nema þennan
(bendir á Tóto, sem segir honum
að halda kj …)
Nýja íslenska rokkbylgjan
Tilheyrið þið einhverjum hópi í
íslensku músíksenunni?
Bjarni: „Tja … Við eigum vini í
öðrum hljómsveitum, til dæmis
í Diktu, sem er líka frá Garðabæ.
Við höfum spilað mikið með
þeim og svo Agent Fresco og
Mammút.“
Og er eitthvað lið að mæta á
tónleika?
Arnar: „Já fullt af liði, maður.
Til dæmis á Batteríinu um daginn.
Við, Dikta, Mammút og Agent
Fresco. Þetta er nýja íslenska
rokkbylgjan.“
Ég spyr þá hvort bandið verði
ekki að gera eitthvað rosalegt
til þess að eftir því verði tekið.
Eftir nokkrar rökræður um málið
segir Bjarni: „Nei, ég held að
það sé bara best að gera það
sem við gerum. Við erum bara
við og spilum bara það sem
við fílum.“
Arnar: „Músíkin sem við fílum
er úti um allt. Það er ekkert eitt.
Þegar við semjum lag þá kemur
hugmyndin einhvers staðar að og
við spilum úr henni í bílskúrnum
eins lengi og við nennum.“
Bjarni: „Þetta fer eftir and-
rúmslofti. Stundum verður lag
til á kortéri án þess að það hafi
verið meiningin.“
Engin bryti tönn fyrir mig
Það er enn þá frekar lítið rokk
í þessu viðtali. Þetta gengur
náttúrulega ekki.
Bjarni: „Ha, rokk?“
Já, ég meina, hafið þið aldrei
hent sjónvarpstæki út um hótel-
herbergisglugga?
Bjarni: „Við höfum nú nánast
aldrei fengið gistingu þegar við
höfum spilað svo okkur hefur
ekki tekist að rústa hótelherbergi
ennþá.“
Arnar: „Jú, við sváfum í koju í
gömlu hvalveiðiskipi á Húsavík.
Fannar rak hausinn upp undir
þegar hann vaknaði. Það var
svo mikið rokk.“
Fannar: „Við vorum búnir að
sjá fyrir okkur að fara blindfullir
að sofa og vakna svo þegar
báturinn væri kominn hálfa leið
til Kulusuk. Það gerðist næstum
því, því það var barið klukkan
sjö um morguninn þegar við
höfðum sofið í tvo tíma og okkur
sagt að báturinn væri að fara.
Við drifum okkur og stóðum svo
eins og fífl á bryggjunni fyrir
utan barinn sem við höfðum
spilað á kvöldið áður, Gamla
bauk. Síðan fór aldrei báturinn
en við stóðum þarna endalaust.
Við hefðum alveg getað sofið til
klukkan tvö.“
Þetta er svakalegt. Eru strák-
arnir í Cliff Clavin bara þægir
mömmustrákar frá Garðabæ?
Bjarni: „Við eigum engar heróín-
sögur, sko. Ég skal láta þig vita
þegar það gerist.“
En kvenfólkið hlýtur að minnsta
kosti að vera eitthvað utan í
ykkur, er það ekki, þið verandi
þessir sætu strákar?
Bjarni: „Grúppíurnar? Ég er
búinn að vera að spá í þær. Ég
held að það sé búið að breytast
dálítið mikið. Ég get ekki ímynd-
að mér að nokkur myndi brjóta
upp úr tönninni á sér þótt tönn
brotnaði í mér. Það er af sem
áður var með Bó.“
Arnar: „Það eru allavega engar
stelpur sem koma og tala við
okkur eftir tónleika.“
Bjarni: „Ekki neinar! Það eru
eintómir strákar sem koma og
segja: „Geðveikir tónleikar, takk
LÍTIÐ ROKK AÐ
SIG ÚT ÚR HVA
Prófaðu frítt í 7 daga!
Áskriftartilboð
viðskiptavina Símans
Ótakmarkaður aðgangur að íslenskri og erlendri
tónlist. 2.500.000 laga í boði. Þú getur hlustað
(streymt), búið til lagalista, keypt tónlist .
Íslensk og erlend tónlist
Ótakmarkaður aðgangur að íslenskri og
erlendri tónlist - 2.500.000 laga í boði. Þú getur
hlustað (streymt), búið til lagalista, keypt tónlist.
Fengið sértilboð/afslætti og margt fleira.
Íslensk tónlist
Ótakmarkaður aðgangur að íslenskri tónlist,
50.000 lög í boði. Þú getur hlustað (streymt),
búið til lagalista, keypt tónlist - 2.500.000 laga
í boði. Fengið sértilboð/afslætti og margt fleira.
Frá
549,-
Frá
799,-
Frá
549,-
Áskrift borgar sig!
Áskriftarleið 1
Áskriftarleið 2
Áskriftarleið 2 - Tilboð
CLIFF CLAVIN „Músíkin sem við fílum er úti um allt.
Það er ekkert eitt. Þegar við semjum lag þá kemur
hugmyndin einhvers staðar að og við spilum úr
henni í bílskúrnum eins lengi og við nennum.“